Chelsea og Real Betis eigast við í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á Stadion Miejski-leikvanginum í Wroclaw í Póllandi klukkan 19:00 í kvöld.
Chelsea hefur flogið í gegnum Sambandsdeildina í ár og er talið sigurstranglegast.
Betis, sem er með þá Antony og Isco fararbroddi, verður andstæðingur þeirra.
Evrópudeildarsæti er í boði en það skiptir minnsta máli fyrir bæði lið enda mun Chelsea spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili og hefur Betis þegar tryggt sér Evrópudeildarsæti.
Hins vegar er Evróputitill í boði. Betis hefur aldrei unnið Evrópukeppni í 117 ára sögu félagsins á meðan Chelsea er með átta titla (með Ofurbikarnum).
Leikur dagsins:
19:00 Real Betis - Chelsea
Athugasemdir