Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Carlos Vela leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA
Skór mexíkóska sóknarmannsins Carlos Vela eru komnir upp í hillu en þetta tilkynnti leikmaðurinn í gær.

Vela ólst upp hjá Guadalajara í heimalandinu en samdi ungur að árum við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal eftir að hafa unnið HM U17 ára landsliða og verið valinn besti maður mótsins.

Hann eyddi sjö árum hjá félaginu en náði aldrei að festa sæti sitt og var lánaður fimm sinnum á tíma sínum þar.

Sóknarmaðurinn spilaði á láni með Celta Vigo, Salamanca, Osasuna, WBA og Real Sociedad, en sumarið 2012 var hann keyptur af Sociedad fyrir óuppgefna upphæð eftir að hafa skorað 12 mörk í 30 leikjum.

Vela spilaði yfir 200 leiki og skoraði 61 mark á sex árum sínum hjá Sociedad áður en hann var seldur til Los Angeles FC í Bandaríkjunum, en þar átti hann bestu ár ferilsins.

Mexíkóinn raðaði inn mörkum í MLS-deildinni og hlaut fjölda einstaklingsverðlauna. Hann var þrisvar valinn í lið ársins og vann MLS-bikarinn eftirsótta árið 2022.

Vela yfirgefur LAFC sem leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 189 leiki og 93 mörk.

Hann lék 72 leiki og skoraði 19 mörk með mexíkóska landsliðinu þar sem hann vann Gullbikarinn þrisvar og CONCACAF-keppnina einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner