Carlo Ancelotti, nýr landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að hann sé stoltur af því að vera tekinn við brasilíska landsliðinu. Hann segir að markmiðið sé að vinna HM 2026.
Ancelotti var formlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Brasilíu á fréttamannafundi í höfuðstöðvum brasilíska sambandsins.
Ancelotti hefur verið afskaplega sigursæll stjóri. Hann er nýhættur hjá Real Madrid og hefur einnig stýrt AC Milan, Chelsea, Paris St-Germain og Bayern München.
Ancelotti var formlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Brasilíu á fréttamannafundi í höfuðstöðvum brasilíska sambandsins.
Ancelotti hefur verið afskaplega sigursæll stjóri. Hann er nýhættur hjá Real Madrid og hefur einnig stýrt AC Milan, Chelsea, Paris St-Germain og Bayern München.
„Það er stórt starf sem bíður mín. Ég er í skýjunum og mikil áskorun framundan. Markmið okkar er að gera Brasilíu aftur að meisturum. Ég er stoltur og það er mikill heiður að leiða besta lið heims," segir Ancelotti.
Athugasemdir