Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Eze meðal nafna á óskalista Man Utd
Eze er skemmtilegur leikmaður.
Eze er skemmtilegur leikmaður.
Mynd: EPA
Manchester United vinnur að því að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil. Matheus Cunha, leikmaður Wolves, er á leið í læknisskoðun hjá félaginu og meðal annarra nafna sem hafa verið orðuð við United eru sóknarleikmennirnir Liam Delap hjá Ipswich og Bryan Mbeumo hjá Brentford.

ESPN segir að Rauðu djöflarnir hafi einnig áhuga á Eberechi Eze, leikmanni Crystal Palace. Það er alveg ljóst að Palace mun gera allt sem það getur til að halda vængmanninum, sem er 26 ára og á tíu landsleiki fyrir England.

Ólíkt United getur Palace boðið Evrópufótbolta á næsta tímabili enda vann liðið FA-bikarinn.

Palace missti Michael Olise fyrir ári síðan og vill ekki sjá annan lykilmann fara en það gæti komið risastórt tilboð til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner