Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli í Brann (Staðfest)
Mynd: Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir Brann og hefur skrifað undir samning sem gildir frá 1. júlí og út tímabilið 2029. Fótbolti.net sagði frá því fyrir tveimur vikum að Sævar væri nálægt samkomulagi við Brann og nú hefur það raungerst.

Sævar Atli er 24 ára sóknarmaður sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann kemur á frjálsri sölu frá Lyngby hvar hann hefur spilað síðan haustið 2021.

Hjá Brann hittir Sævar Atli fyrir sinnum fyrrum þjálfara, Frey Alexandersson, en þeir unnu saman hjá Lyngby þar til Freyr samdi við Kortrijk í Belgíu í upphafi árs 2024.

Sævar Atli verður þá liðsfélagi Eggerts Arons Guðmundssonar sem Brann keypti í vetur. Sævar Atli á að baki fimm A-landsleiki, spilaði fimmta landsleikinn í september 2023.

Brann situr í 2. sæti deildarinnar og getur farið upp að hlið Viking með sigri í 10. leik sínum, en Viking hefur spilað leik meira.



Athugasemdir
banner