Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 29. maí 2025 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er í lykilhlutverki hjá landsliðinu.
Er í lykilhlutverki hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður hörkuleikur og það er mikið undir. Það er mikil tilhlökkun," segir landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni á morgun.

Stelpurnar okkar eru mættar út til Noregs og æfðu í morgun á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi þar sem leikurinn gegn Noregi fer fram.

Karólína skoraði þrennu í síðasta landsleik sem hún spilaði sem var gegn Sviss.

„Það er kannski erfitt að toppa hann, en ég myndi taka að vinna leikinn í staðinn og vonandi vinnum við á morgun," sagði Karólína.

Henni líst vel á völlinn, sem er heimavöllur Rosenborg. „Þetta er mjög fallegur völlur. Flottir litir, svart og hvítt, FH-litirnir og mér mun því líða vel."

Hvað gerist næst?
Karólína var að klára sitt annað tímabil á láni hjá Bayer Leverkusen, en hún fer ekki þangað aftur. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern München og óvíst hvað gerist með það, hvort hún verði þar áfram eða fari annað.

„Ég kláraði lánið mitt hjá Leverkusen og er samningsbundin Bayern núna. Annað verður að koma í ljós," sagði Karólína og brosti.

Verður þú áfram hjá Bayern á næsta tímabili?

„Þú verður bara að bíða spenntur. Ég veit það eiginlega ekki sjálf."

Er eitthvað í gangi núna?

„Fólk á Twitter þykist vita það, en það veit þá meira en ég," sagði Karólína. „Ég á eftir að tala við fólk og sjá mína möguleika. Ég er ekkert mikið að stressa mig á þessu. Þetta er langur gluggi og EM er inn í myndinni."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Karólína ræðir frekar um leikinn og sumarið sem er framundan.
Athugasemdir
banner