Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 29. maí 2025 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er í lykilhlutverki hjá landsliðinu.
Er í lykilhlutverki hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður hörkuleikur og það er mikið undir. Það er mikil tilhlökkun," segir landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um leikinn gegn Noregi í Þjóðadeildinni á morgun.

Stelpurnar okkar eru mættar út til Noregs og æfðu í morgun á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi þar sem leikurinn gegn Noregi fer fram.

Karólína skoraði þrennu í síðasta landsleik sem hún spilaði sem var gegn Sviss.

„Það er kannski erfitt að toppa hann, en ég myndi taka að vinna leikinn í staðinn og vonandi vinnum við á morgun," sagði Karólína.

Henni líst vel á völlinn, sem er heimavöllur Rosenborg. „Þetta er mjög fallegur völlur. Flottir litir, svart og hvítt, FH-litirnir og mér mun því líða vel."

Hvað gerist næst?
Karólína var að klára sitt annað tímabil á láni hjá Bayer Leverkusen, en hún fer ekki þangað aftur. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern München og óvíst hvað gerist með það, hvort hún verði þar áfram eða fari annað.

„Ég kláraði lánið mitt hjá Leverkusen og er samningsbundin Bayern núna. Annað verður að koma í ljós," sagði Karólína og brosti.

Verður þú áfram hjá Bayern á næsta tímabili?

„Þú verður bara að bíða spenntur. Ég veit það eiginlega ekki sjálf."

Er eitthvað í gangi núna?

„Fólk á Twitter þykist vita það, en það veit þá meira en ég," sagði Karólína. „Ég á eftir að tala við fólk og sjá mína möguleika. Ég er ekkert mikið að stressa mig á þessu. Þetta er langur gluggi og EM er inn í myndinni."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Karólína ræðir frekar um leikinn og sumarið sem er framundan.
Athugasemdir
banner