Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 29. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Icelandair
EM KVK 2025
Arna á æfingu með landsliðinu.
Arna á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært, mikill heiður og það hefur verið markmið mitt að komast aftur inn í þennan hóp," sagði Arna Eiríksdóttir við Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi.

Arna var nýverið kölluð inn í landsliðshópinn eftir að meiðsli komu upp í hópnum. Hún fékk símtalið beint eftir að hún hafði hjálpað FH að vinna Breiðablik í stórleik í Bestu deildinni.

„Ég var bara í einhverju hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið. Ég var ekki einu sinni farin heim," sagði Arna.

„Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ótrúlega skemmtilegt að fá kallið beint á eftir."

Leikið frábærlega með FH
FH hefur byrjað vel í Bestu deildinni og hefur Arna leikið frábærlega í hjarta varnarinnar með fyrirliðabandið.

„Mér líður allavega bara mjög vel og það hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við stefnum á því ða halda þessu áfram," sagði Arna um fótboltasumarið til þessa.

„Við erum rútínerað lið. Við höfum náð að æfa mjög vel í vetur. Hin tvö tímabilin sem ég spilaði með FH, þá náði ég engu af undirbúningstímabilinu. Núna fékk ég að vera með þeim og við höfum æft af miklum krafti og náð að æfa okkur vel saman."

FH hefur lengi verið með sömu þjálfarana og hefur liðið byggt upp sterk einkenni undir stjórn bræðanna Guðna og Hlyns.

„Við þekkjum allar okkar hlutverk vel. Við höfum verið að lenda í miklu meiðslabrasi og sérstaklega í varnarlínunni, en þeir leikmenn sem koma inn vita nákvæmlega í hvaða hlutverk þær eru að fara og til hvers er ætlast af þeim," sagði Arna.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir meira um FH og landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner