Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fim 29. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Icelandair
EM KVK 2025
Arna á æfingu með landsliðinu.
Arna á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært, mikill heiður og það hefur verið markmið mitt að komast aftur inn í þennan hóp," sagði Arna Eiríksdóttir við Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi.

Arna var nýverið kölluð inn í landsliðshópinn eftir að meiðsli komu upp í hópnum. Hún fékk símtalið beint eftir að hún hafði hjálpað FH að vinna Breiðablik í stórleik í Bestu deildinni.

„Ég var bara í einhverju hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið. Ég var ekki einu sinni farin heim," sagði Arna.

„Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ótrúlega skemmtilegt að fá kallið beint á eftir."

Leikið frábærlega með FH
FH hefur byrjað vel í Bestu deildinni og hefur Arna leikið frábærlega í hjarta varnarinnar með fyrirliðabandið.

„Mér líður allavega bara mjög vel og það hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við stefnum á því ða halda þessu áfram," sagði Arna um fótboltasumarið til þessa.

„Við erum rútínerað lið. Við höfum náð að æfa mjög vel í vetur. Hin tvö tímabilin sem ég spilaði með FH, þá náði ég engu af undirbúningstímabilinu. Núna fékk ég að vera með þeim og við höfum æft af miklum krafti og náð að æfa okkur vel saman."

FH hefur lengi verið með sömu þjálfarana og hefur liðið byggt upp sterk einkenni undir stjórn bræðanna Guðna og Hlyns.

„Við þekkjum allar okkar hlutverk vel. Við höfum verið að lenda í miklu meiðslabrasi og sérstaklega í varnarlínunni, en þeir leikmenn sem koma inn vita nákvæmlega í hvaða hlutverk þær eru að fara og til hvers er ætlast af þeim," sagði Arna.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir meira um FH og landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner