Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 29. maí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Icelandair
EM KVK 2025
Arna á æfingu með landsliðinu.
Arna á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Arna fagnar marki með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært, mikill heiður og það hefur verið markmið mitt að komast aftur inn í þennan hóp," sagði Arna Eiríksdóttir við Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi.

Arna var nýverið kölluð inn í landsliðshópinn eftir að meiðsli komu upp í hópnum. Hún fékk símtalið beint eftir að hún hafði hjálpað FH að vinna Breiðablik í stórleik í Bestu deildinni.

„Ég var bara í einhverju hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið. Ég var ekki einu sinni farin heim," sagði Arna.

„Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ótrúlega skemmtilegt að fá kallið beint á eftir."

Leikið frábærlega með FH
FH hefur byrjað vel í Bestu deildinni og hefur Arna leikið frábærlega í hjarta varnarinnar með fyrirliðabandið.

„Mér líður allavega bara mjög vel og það hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við stefnum á því ða halda þessu áfram," sagði Arna um fótboltasumarið til þessa.

„Við erum rútínerað lið. Við höfum náð að æfa mjög vel í vetur. Hin tvö tímabilin sem ég spilaði með FH, þá náði ég engu af undirbúningstímabilinu. Núna fékk ég að vera með þeim og við höfum æft af miklum krafti og náð að æfa okkur vel saman."

FH hefur lengi verið með sömu þjálfarana og hefur liðið byggt upp sterk einkenni undir stjórn bræðanna Guðna og Hlyns.

„Við þekkjum allar okkar hlutverk vel. Við höfum verið að lenda í miklu meiðslabrasi og sérstaklega í varnarlínunni, en þeir leikmenn sem koma inn vita nákvæmlega í hvaða hlutverk þær eru að fara og til hvers er ætlast af þeim," sagði Arna.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir meira um FH og landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner