Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki öruggt að Zubimendi fari til Arsenal - Bíður eftir að heyra frá Real Madrid
Zubimendi virðist þjást af valkvíða, svona ef marka má frétt COPE
Zubimendi virðist þjást af valkvíða, svona ef marka má frétt COPE
Mynd: EPA
Spænski miðillinn COPE heldur því fram að félagaskipti Martin Zubimendi til Arsenal séu ekki eins frágengin og flestir héldu, en hann er sagður bíða eftir því að fá að heyra frá Real Madrid áður en hann tekur ákvörðun.

Fabrizio Romano fullyrti á dögunum að Zubimendi væri á leið til Arsenal í sumar.

Arsenal mun virkja klásúlu í samningnum og síðan skrifa undir langtímasamning, en COPE birtir áhugaverða frétt í dag þar sem hann er sagður hafa frestað ákvörðun sinni.

Miðillinn segir að Zubimendi sé vissulega með samkomulag við Arsenal, en að hann sé ekki enn búið að gefa lokasvar þar sem hann bíður eftir því að heyra frá Real Madrid.

Ef Real Madrid vill fá hann þá mun hann samþykkja það tilboð.

COPE er með tvo blaðamenn á snærum sínum sem eru með góð sambönd hjá Real Madrid, en enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni um Zubimendi og má því alveg taka þessum fregnum með fyrirvara.

Eitt er hins vegar víst og það er að Zubimendi er mikill aðdáandi Xabi Alonso sem tók við Real Madrid á dögunum. Alonso er hans helsta fyrirmynd og unnu þeir saman hjá Real Sociedad hér árum áður er Alonso þjálfaði B-lið félagsins.
Athugasemdir
banner