Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fim 29. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hún var síðast í hópnum undir lok árs 2023.

Agla María gaf ekki kost á sér í byrjun árs í fyrra og svo sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í maí á síðasta ári að hann hefði bara ekki valið hana. En núna er hún komin aftur og er í síðasta hópnum áður en sjálfur EM-hópurinn verður valinn.

Núna eru framundan leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni en liðið er núna í Þrándheimi fyrir leikinn gegn norska liðinu.

„Það er bara frábært, mjög skemmtilegt," sagði Agla María við Fótbolta.net um endurkomuna, um hvernig það væri að vera komin aftur í hópinn.

„Ég þekki flestallar í hópnum mjög vel og það er skemmtilegt að fara á æfingar, það er hærra tempó og svona."

Íslenska liðið spilaði við Noreg fyrir stuttu og endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Stelpurnar okkar voru hættulegri í leiknum og það eru svo sannarlega möguleikar til staðar á föstudaginn.

„Þetta verður aftur hörkuleikur. Við þurfum að nýta færin sem við fáum. Við sjáum að það eru opnaninr sem við getum nýtt. Ég held að þetta verði bara veisla," segir Agla María.

Tekur einn dag í einu
Það styttist í Evrópumótið en leikmenn liðsins eru ekki mikið að hugsa út í það núna.

„Ég verð að viðurkenna að ég pæli ekkert í því. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og njóta þess að vera hérna. Það er mikilvægt að við fókuserum bara á verkefnið sem er núna. Ég upplifi það í hópnum."

Að það sé svona stutt í mótið, gerði það þig enn staðráðnari að snúa aftur?

„Það er freistandi, alveg klárt mál," sagði Agla María að lokum og bætti við: „Við erum með virkilega öflugt lið. Margar stelpur sem eru að spila í hörku félögum erlendis og eru að standa sig vel. Ég held að við séum með mjög gott lið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræddi til að mynda svolítið um Breiðablik.
Athugasemdir
banner