Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 29. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hún var síðast í hópnum undir lok árs 2023.

Agla María gaf ekki kost á sér í byrjun árs í fyrra og svo sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í maí á síðasta ári að hann hefði bara ekki valið hana. En núna er hún komin aftur og er í síðasta hópnum áður en sjálfur EM-hópurinn verður valinn.

Núna eru framundan leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni en liðið er núna í Þrándheimi fyrir leikinn gegn norska liðinu.

„Það er bara frábært, mjög skemmtilegt," sagði Agla María við Fótbolta.net um endurkomuna, um hvernig það væri að vera komin aftur í hópinn.

„Ég þekki flestallar í hópnum mjög vel og það er skemmtilegt að fara á æfingar, það er hærra tempó og svona."

Íslenska liðið spilaði við Noreg fyrir stuttu og endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Stelpurnar okkar voru hættulegri í leiknum og það eru svo sannarlega möguleikar til staðar á föstudaginn.

„Þetta verður aftur hörkuleikur. Við þurfum að nýta færin sem við fáum. Við sjáum að það eru opnaninr sem við getum nýtt. Ég held að þetta verði bara veisla," segir Agla María.

Tekur einn dag í einu
Það styttist í Evrópumótið en leikmenn liðsins eru ekki mikið að hugsa út í það núna.

„Ég verð að viðurkenna að ég pæli ekkert í því. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og njóta þess að vera hérna. Það er mikilvægt að við fókuserum bara á verkefnið sem er núna. Ég upplifi það í hópnum."

Að það sé svona stutt í mótið, gerði það þig enn staðráðnari að snúa aftur?

„Það er freistandi, alveg klárt mál," sagði Agla María að lokum og bætti við: „Við erum með virkilega öflugt lið. Margar stelpur sem eru að spila í hörku félögum erlendis og eru að standa sig vel. Ég held að við séum með mjög gott lið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræddi til að mynda svolítið um Breiðablik.
Athugasemdir