Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fim 29. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Icelandair
EM KVK 2025
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Agla María er einn besti sóknarleikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hún var síðast í hópnum undir lok árs 2023.

Agla María gaf ekki kost á sér í byrjun árs í fyrra og svo sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í maí á síðasta ári að hann hefði bara ekki valið hana. En núna er hún komin aftur og er í síðasta hópnum áður en sjálfur EM-hópurinn verður valinn.

Núna eru framundan leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni en liðið er núna í Þrándheimi fyrir leikinn gegn norska liðinu.

„Það er bara frábært, mjög skemmtilegt," sagði Agla María við Fótbolta.net um endurkomuna, um hvernig það væri að vera komin aftur í hópinn.

„Ég þekki flestallar í hópnum mjög vel og það er skemmtilegt að fara á æfingar, það er hærra tempó og svona."

Íslenska liðið spilaði við Noreg fyrir stuttu og endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Stelpurnar okkar voru hættulegri í leiknum og það eru svo sannarlega möguleikar til staðar á föstudaginn.

„Þetta verður aftur hörkuleikur. Við þurfum að nýta færin sem við fáum. Við sjáum að það eru opnaninr sem við getum nýtt. Ég held að þetta verði bara veisla," segir Agla María.

Tekur einn dag í einu
Það styttist í Evrópumótið en leikmenn liðsins eru ekki mikið að hugsa út í það núna.

„Ég verð að viðurkenna að ég pæli ekkert í því. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og njóta þess að vera hérna. Það er mikilvægt að við fókuserum bara á verkefnið sem er núna. Ég upplifi það í hópnum."

Að það sé svona stutt í mótið, gerði það þig enn staðráðnari að snúa aftur?

„Það er freistandi, alveg klárt mál," sagði Agla María að lokum og bætti við: „Við erum með virkilega öflugt lið. Margar stelpur sem eru að spila í hörku félögum erlendis og eru að standa sig vel. Ég held að við séum með mjög gott lið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Agla María ræddi til að mynda svolítið um Breiðablik.
Athugasemdir
banner