Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd hefur viðræður við Wolves
Mynd: EPA
Manchester United hefur formlega hafið viðræður við Wolves um kaup á brasilíska framherjanum Matheus Cunha. Blaðamaðurinn David Ornstein segir frá þessu á Athletic.

Cunha, sem er 26 ára gamall, hefur þegar ná samkomulagi við Man Utd, en félögin ræða nú hvernig á að greiða 62,5 milljóna punda klásúlu hans.

Man Utd setti sig í samband við Wolves í dag en félagið vill dreifa kaupverðinu yfir fimm ár á meðan Wolves vill að það sé greitt á tveimur árum, eins og segir til um í samningnum.

Ornstein býst ekki við að þetta muni hindra félagaskipti Cunha, sem er sagður spenntur fyrir því að ganga í raðir United.

Cunha hefur verið mikilvægasti leikmaður Wolves síðustu ár og skorað 29 deildarmörk á þremur tímabilum.
Athugasemdir
banner
banner