Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 29. maí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara góð. Ég held að við séum klár í þetta. Verður hörkuleikur en við förum með jákvætt hugarfar inn í leikinn og stefnum á að vinna hann," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á Lerkendal í Þrándheimi í morgun.

Ísland spilar á morgun við Noreg í Þjóðadeildinni á Lerkendal. Liðin mættust fyrir stuttu í Laugardalnum og þá endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

„Í grunninn getum við tekið margt sem við vorum að gera í þeim leik og flutt það yfir í þennan. En auðvitað er þetta bara nýr leikur. Við þurfum að vera tilbúin í eitthvað sem þær breyta. Ef þær halda sínu skipulagi þá höfum við séð ákveðna veikleika sem við getum nýtt okkur."

„Það hefur gengið ágætlega heilt yfir, en auðvitað vonbrigði að Emilía meiddist á æfingu í fyrradag. Það getur gerst. Undirbúningurinn hefur gengið vel og allar aðrar eru klárar í þetta," sagði Steini.

Fanndís í hópnum í fyrsta sinn í fimm ár
Þjálfarinn hefur þurft að gera tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn. Amanda Andradóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir duttu út vegna meiðsla en inn í þeirra stað komu Arna Eiríksdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Sú síðarnefnda er í landsliðshópnum í fyrsta sinn í fimm ár.

„Þetta er bara partur af þessu. Við erum klár í það þegar við þurfum að gera breytingar," segir Steini.

„Fanndís hefur verið fín með Val og verið þeirra helsta vopn fram á við. Ég taldi að hennar reynsla og geta geti nýst okkur í þessu verkefni. Hún hefur verið í huga okkar undanfarið. Við ákváðum að taka hana inn núna og ég hef fulla trú á því að Fanndís geti verið góð viðbót við hópinn okkar."

Fanndís kom til móts við hópinn síðastliðna nótt og var með á æfingu í morgunsárið.

„Fanndís á fullt af landsleikjum og er með reynslu úr stórum verkefnum. Vonandi getur það hjálpað okkur í þeim leikjum sem framundan eru," segir Steini. „Það var ekkert rosalega langur hugsunargangur með það hverja við ætluðum að taka inn. Hún var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna. Við ákváðum að taka hana inn fyrst þetta gerðist. Við þurftum að taka ákvörðun einn, tveir og þrír, og við gerðum það."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræðir frekar um leikina sem framundan eru.
Athugasemdir
banner