Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Amorim lét Garnacho heyra það á liðsfundi - „Skalt leggjast á bæn um að þú finnir félag sem vill fá þig“
Garnacho er á förum
Garnacho er á förum
Mynd: EPA
Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho á ekki framtíð hjá Manchester United en samkvæmt Daily Mail gerði Ruben Amorim, stjóri félagsins, honum skýrt greint fyrir því að hann væri ekki í plönum hans á næsta tímabili.

Amorim er kominn með nóg af Garnacho og voru það ummæli leikmannsins eftir 1-0 tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem gerðu útslagið.

Garnacho hafði kvartað yfir því að hafa ekki byrjað leikinn gegn Tottenham. Hann sagðist ekki skilja ákvörðun Amorim og hellti bróðir hans olíu á eldinn með að saka Amorim um að hafa kastað Argentínumanninum fyrir rútuna.

Amorim hélt liðsfund á Carrington-æfingasvæðinu á laugardag og sagði Garnacho að finna sér nýtt félag.

„Þú skalt leggjast á bæn um að þú finnir þér félag sem vill fá þig,“ sagði reiður Amorim á fundinum, en þetta herma heimildir Daily Mail.

Garnacho hefur verið á mála hjá United frá 2020 en hann kom þá frá Atlético Madríd. Hann var orðaður við Chelsea og Napoli í síðasta glugga, en ekkert varð af skiptunum.

Það er alla vega nokkuð ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta keppnisleik með liðinu, en það er þó enn möguleiki á að hann spili tvo vináttuleiki í þessari viku.

Garnacho ferðaðist með hópnum til Asíu til að spila þessa tvo leiki. Fyrri leikurinn er á morgun gegn úrvalsliði Suður-Asíu og seinni leikurinn á föstudag gegn Hong Kong/Kína.
Athugasemdir
banner