Hollenski vængbakvörðurinn Jeremie Frimpong er mættur til Englands til að ganga frá félagaskiptum sínum til Liverpool.
Liverpool virkjaði 29,5 milljóna punda klásúlu í samningi Frimpong við Bayer Leverkusen og hefur verið gengið frá öllum helstu atriðum samningsins.
Hann lauk læknisskoðun í síðustu viku og á hann aðeins eftir að skrifa undir samninginn áður en hann verður kynntur.
Frimpong mætti til Bretlandseyja í dag til að ganga frá skiptunum og er því von á tilkynningu á næstu dögum.
Liverpool er þá áfram í viðræðum við liðsfélaga hans í Leverkusen, Florian Wirtz, en fyrsta tilboð Liverpool hljóðaði upp á 84 milljónir punda.
Það gæti vel farið svo að Leverkusen fái leikmann í skiptum, en Leverkusen er í leit að markverði, miðverði, miðjumanni og leikmanni í stað Wirtz.
BREAKING: Jeremie Frimpong has arrived in the UK to finalise his move to Liverpool from Bayer Leverkusen ???? pic.twitter.com/3DdSLTWadk
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 27, 2025
Athugasemdir