Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Frimpong mættur til Englands til að ganga frá skiptunum
Mynd: EPA
Hollenski vængbakvörðurinn Jeremie Frimpong er mættur til Englands til að ganga frá félagaskiptum sínum til Liverpool.

Liverpool virkjaði 29,5 milljóna punda klásúlu í samningi Frimpong við Bayer Leverkusen og hefur verið gengið frá öllum helstu atriðum samningsins.

Hann lauk læknisskoðun í síðustu viku og á hann aðeins eftir að skrifa undir samninginn áður en hann verður kynntur.

Frimpong mætti til Bretlandseyja í dag til að ganga frá skiptunum og er því von á tilkynningu á næstu dögum.

Liverpool er þá áfram í viðræðum við liðsfélaga hans í Leverkusen, Florian Wirtz, en fyrsta tilboð Liverpool hljóðaði upp á 84 milljónir punda.

Það gæti vel farið svo að Leverkusen fái leikmann í skiptum, en Leverkusen er í leit að markverði, miðverði, miðjumanni og leikmanni í stað Wirtz.


Athugasemdir
banner
banner