Arsenal hefur skráð sig í baráttuna um argentínska framherjann Julian Alvarez, sem er á mála hjá Atlético Madríd á Spáni, en þetta kemur fram í Marca.
Aðeins ár er liðið frá því Alvarez yfirgaf Manchester City og hélt til Atlético.
Alvarez, sem er 25 ára gamall, fór frá Man City í leit að meiri spiltíma og það var enginn skortur á honum á Spáni.
Á þessu tímabili skoraði hann 29 mörk í öllum keppnum ásamt því að leggja upp 7 mörk.
Marca segir mikinn áhuga á Alvarez en Barcelona, Bayern München og Liverpool eru öll sögð í myndinni og þá hefur Arsenal ákveðið að skrá sig í kapphlaupið.
Framherjastaðan er í forgangi hjá Arsenal og vill Arteta landa að minnsta kosti einum stórum prófil fyrir næstu leiktíð.
Nú reynir hins vegar á sannfæringarmátt Arteta og Andrea Berta, sem tók nýlega við sem yfirmaður íþróttamála, en hann er sagður ánægður í Madríd og að endurkoma í ensku úrvalsdeildina sé ekki efst á baugi hjá honum.
Athugasemdir