Man Utd hefur rætt við Mbeumo - Newcastle vill Delap og Pedro - Chelsea hefur rætt um Ekitike
   þri 27. maí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Tilkynnti óvænt að landsliðshanskarnir væru komnir á hilluna
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Enski markvörðurinn Mary Earps hefur óvænt tilkynnt að hún sé hætt að spila fyrir landsliðið. Það eru fimm vikur í að England hefur titilvörn sína á Evrópumótinu.

Earps er 32 ára og lék 53 landsleiki fyrir England á átta ára tímabili. Hún var í stóru hlutverki þegar enska liðið vann EM 2022 og komst í úrslitaleik HM 2023.

Hún missti nýlega byrjunarliðssæti sitt en Sarina Wiegman landsliðsþjálfari vildi halda henni í hópnum. Hannah Hampton, markvörður Chelsea, er orðin aðalmarkvörður enska liðsins.

„Þetta er rétti tíminn fyrir mig að stíga til hliðar og gefa yngri kynslóð tækifæri til að njóta sín. Besti dagur lífs míns var þegar við unnum EM og ég vona að stelpurnar endurtaki leikinn í sumar," segir Earps.

Earps var valin besti markvörður heims á FIFA-verðlaununum 2022 og 2023. Hún leikur fyrir franska félagið Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner