Manchester City missti af tækifærinu á að fá Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar og hefur nú fært athygli sína á franska leikmanninn Rayan Cherki sem er á mála hjá Lyon.
Wirtz var ofarlega á lista hjá Man City en dró sig úr baráttunni þar sem félagið taldi hann á leið til Bayern München.
Liverpool kom inn í myndina og sannfærði Wirtz um að koma til félagsins, en þær viðræður munu væntanlega klárast á næstu dögum.
Telegraph segir að Man City hafi fundið mann í stað Wirtz, en það er franski sóknartengiliðurinn Rayan Cherki.
Cherki er 21 árs gamall og spilað með aðalliði Lyon síðustu fimm árin.
Leikmaðurinn staðfesti eftir tímabilið að hann væri á förum í sumar en talið er að félög þurfi að greiða um 20-25 milljónir punda til að landa honum, sem er algert tombóluverð fyrir þennan hæfileikaríka Frakka.
Cherki er ekki eini leikmaðurinn sem Man City er að skoða fyrir sumarið, en Hollendingurinn Tijjani Reijnders og enski landsliðsmaðurinn Morgan Gibbs-White hafa einnig verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir