Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. maí 2025 21:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: KR, HK og Grindavík/Njarðvík unnu - Dramatískur sigur Gróttu
Kvenaboltinn
Úr leik Gróttu og ÍA.
Úr leik Gróttu og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fimmtu umferð Lengjudeildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum en topplið ÍBV rúllaði yfir botnlið Aftureldingar í fyrsta leik umferðarinnar á mánudaginn.

HK er með jafn mörg stig og ÍBV eftir sigur á Keflavík. Það var Valgerður Lilja Arnarsdóttir sem skoraði markið seint í leiknum þegar hún skoraði eftir sendingu inn á teiginn.

Keflavík hefur nælt í fimm stig úr fyrstu fimm leikjunum en HK tólf stig.

Brookelynn Paige Entz skoraði tvennu fyrir Grindavík/Njarðvík eftir að Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir hafði komið Haukum yfir. Grindavík/Njarðvík er með tíu stig en Haukar sex.

Það var dramatík þegar Grótta og ÍA mættust í botnslag. Það var jafnt allt fram í uppbótatíma þegar Grótta fékk vítaspyrnu. Rebekka Sif Brynjarsdóttir skoraði úr vítinu og tryggði Gróttu dramatískan sigur.

KR fór upp í tíu stig með sigri gegn Fylki í Vesturbænum. KR komst í 3-0 áður en Fylkir, sem er með sex stig, skoraði sárabótamark.

KR 3 - 1 Fylkir
1-0 Katla Guðmundsdóttir ('55 )
2-0 Rakel Grétarsdóttir ('62 )
3-0 Kara Guðmundsdóttir ('77 )
3-1 Emma Björt Arnarsdóttir ('83 )

Grótta 2 - 1 ÍA
0-1 Elizabeth Bueckers ('4 )
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('67 )
2-1 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('93 , víti)
Lestu um leikinn

Haukar 1 - 2 Grindavík/Njarðvík
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('27 )
1-1 Brookelynn Paige Entz ('64 , víti)
1-2 Brookelynn Paige Entz ('69 )
Lestu um leikinn

Keflavík 0 - 1 HK
0-1 Valgerður Lilja Arnarsdóttir ('83 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir