Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
banner
   fim 29. maí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var markvörður ársins á Ítalíu.
Var markvörður ársins á Ítalíu.
Mynd: Inter
Hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu.
Hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara einfalt. Við þurfum að skora," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, aðspurð að því hvað við þurfum að gera betur þegar við mætum Noregi á föstudaginn í Þjóðadeildinni.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg á Þróttaravelli fyrir stuttu en íslenska liðið var hættulegra í þeim leik.

Liðin mætast aftur á Lerkendal í Þrándheimi núna á föstudag. Það verður væntanlega hörkuleikur.

„Ef við spilum eins og við gerum síðast og skorum, þá vinnum við leikinn. Noregur er með hörkuleikmenn en við erum það líka. Við þurfum að spila eins vel og við getum spilað, þá vonandi fáum við þrjú stig."

Markvörður ársins á Ítalíu
Cecilía hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu og staðið sig vel. Hún átti stórkostlegt tímabil með Inter á Ítalíu og var valin besti markvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hafði ekki spilað fótbolta í langan tíma og var að koma úr erfiðum meiðslum. Ég hafði engu að tapa. Ég fékk traustið en ég hafði vitað það í langan tíma að ef ég fengið traustið, þá myndi ég spila vel," segir Cecilía.

„Ég var að njóta þess að spila. Ég vildi bara fara í félag þar sem ég myndi spila. Þetta var ótrúlega skemmtilegt."

Ólíklegt að hún verði áfram hjá Bayern
En hvað núna? Cecilía er samningsbundin þýska stórveldinu Bayern München en reiknar ekki með að vera áfram. Inter hefur áhuga á að kaupa hana og það er spurning hvað gerist.

„Eins og staðan er núna, þá á ég eitt ár eftir af samningi við Bayern. Það er annað hvort að fara þangað eða þá að félag kaupi mig. Ég er ekki búin að skrifa undir neitt eða ákveða neitt. Við verðum bara að sjá."

Er möguleiki að þú verðir áfram hjá Bayern?

„Það er ólíklegt," segir Cecilía en Bayern getur ekki lofað henni að hún verði aðalmarkvörður liðsins.

„Ég get ekkert sagt við því. Það er alltaf erfitt að lofa einhverjum að vera aðalmarkvörður. Planið hjá þeim var að ég myndi skrifa undir og fara svo aftur á láni. Eins og staðan er núna, þá er ég ekki tilbúin í það."

Ekki mjög gaman
Þegar Cecilía er spurð að því hvort hún vilji vera áfram hjá Inter, þá segir hún að sér hafi liðið mjög vel hjá félaginu.

„Það er alltaf áhugi og svona, en ég verð bara að skoða þegar það kemur tilboð. Núna hef ég tíma í sumar til að gera það," segir landsliðsmarkvörðurinn en hún vonast til þess að þetta muni allt ganga fljótt fyrir sig. Það sé ekki skemmtileg staða þegar framtíðin er óráðin.

„Mér finnst þetta ekki mjög gaman. Mig langar bara að ákveða. Eins og staðan er núna, þá líður mér ótrúlega vel hjá Inter og langar að vera þar," sagði Cecilía en hún segir verkefnið hjá Inter mjög spennandi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner