Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   fim 29. maí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Icelandair
EM KVK 2025
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var markvörður ársins á Ítalíu.
Var markvörður ársins á Ítalíu.
Mynd: Inter
Hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu.
Hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara einfalt. Við þurfum að skora," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, aðspurð að því hvað við þurfum að gera betur þegar við mætum Noregi á föstudaginn í Þjóðadeildinni.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg á Þróttaravelli fyrir stuttu en íslenska liðið var hættulegra í þeim leik.

Liðin mætast aftur á Lerkendal í Þrándheimi núna á föstudag. Það verður væntanlega hörkuleikur.

„Ef við spilum eins og við gerum síðast og skorum, þá vinnum við leikinn. Noregur er með hörkuleikmenn en við erum það líka. Við þurfum að spila eins vel og við getum spilað, þá vonandi fáum við þrjú stig."

Markvörður ársins á Ítalíu
Cecilía hefur byrjað síðustu leiki hjá landsliðinu og staðið sig vel. Hún átti stórkostlegt tímabil með Inter á Ítalíu og var valin besti markvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hafði ekki spilað fótbolta í langan tíma og var að koma úr erfiðum meiðslum. Ég hafði engu að tapa. Ég fékk traustið en ég hafði vitað það í langan tíma að ef ég fengið traustið, þá myndi ég spila vel," segir Cecilía.

„Ég var að njóta þess að spila. Ég vildi bara fara í félag þar sem ég myndi spila. Þetta var ótrúlega skemmtilegt."

Ólíklegt að hún verði áfram hjá Bayern
En hvað núna? Cecilía er samningsbundin þýska stórveldinu Bayern München en reiknar ekki með að vera áfram. Inter hefur áhuga á að kaupa hana og það er spurning hvað gerist.

„Eins og staðan er núna, þá á ég eitt ár eftir af samningi við Bayern. Það er annað hvort að fara þangað eða þá að félag kaupi mig. Ég er ekki búin að skrifa undir neitt eða ákveða neitt. Við verðum bara að sjá."

Er möguleiki að þú verðir áfram hjá Bayern?

„Það er ólíklegt," segir Cecilía en Bayern getur ekki lofað henni að hún verði aðalmarkvörður liðsins.

„Ég get ekkert sagt við því. Það er alltaf erfitt að lofa einhverjum að vera aðalmarkvörður. Planið hjá þeim var að ég myndi skrifa undir og fara svo aftur á láni. Eins og staðan er núna, þá er ég ekki tilbúin í það."

Ekki mjög gaman
Þegar Cecilía er spurð að því hvort hún vilji vera áfram hjá Inter, þá segir hún að sér hafi liðið mjög vel hjá félaginu.

„Það er alltaf áhugi og svona, en ég verð bara að skoða þegar það kemur tilboð. Núna hef ég tíma í sumar til að gera það," segir landsliðsmarkvörðurinn en hún vonast til þess að þetta muni allt ganga fljótt fyrir sig. Það sé ekki skemmtileg staða þegar framtíðin er óráðin.

„Mér finnst þetta ekki mjög gaman. Mig langar bara að ákveða. Eins og staðan er núna, þá líður mér ótrúlega vel hjá Inter og langar að vera þar," sagði Cecilía en hún segir verkefnið hjá Inter mjög spennandi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir