Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fim 29. maí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
Icelandair
EM KVK 2025
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að hitta hópinn aftur, svolítið langt síðan við hittumst síðast. Það er gaman að hittast aftur og fara í nýja leiki," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í Þrándheimi.

Framundan eru leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni, en við byrjum gegn Noregi ytra.

„Við komum hingað á mánudaginn og erum búnar að æfa í gær og í dag. Þetta hefur verið góð byrjun," sagði Guðrún en íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Noreg í Laugardalnum fyrir ekki svo löngu síðan.

„Við spiluðum ágætan leik og bjuggum til góð færi þó við höfum ekki náð að skora. Það má búast við því að þær bregðist við þeim hlutum sem við gerðum vel síðast. Við höfum aðeins pælt í því. Það er samt mikið sem við getum tekið með okkur."

Spennandi tilhugsun að fara í stærri deild
Guðrún er leikmaður Rosengård í Svíþjóð en hún hefur leikið þar stórt hlutverk síðan 2021. Það styttist hins vegar í það núna að samningur hennar renni út.

„Það er búið að vera svolítið bras á okkur og ekki gengið eins vel og við hefðum vonað. Það er mikil breyting á liðinu frá því í fyrra og maður vissi ekki að það yrði sama 'record' ár og í fyrra. Við erum að halda áfram að vinna í okkar hlutum, smáatriði sem við þurfum að laga," segir Guðrún en aðspurð út í framtíðina sagði hún:

„Ég er með umboðsmann sem vinnur vinnuna sína. Ég reyni að pæla ekki of mikið í þessu. Ég er með nóg að gera og er ekki með hugann of mikið við þetta."

„Ég er bara að skoða alla möguleika sem eru í boði, hvað býðst og svona. Svo tek ég ákvörðun út frá því sem ég tel henta best. Það er einhver möguleiki að ég verði áfram hjá Rosengård en hann er ekki mjög stór."

Það er spennandi tilhugsun fyrir þennan öfluga miðvörð að taka skrefið í stærri deild.

„Já, algjörlega. Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár eða eitthvað. Mér finnst ég tilbúin í nýja áskorun. Hver sem hún verður, það verður að koma í ljós. Þið verðið bara að bíða eins spennt og ég," sagði Guðrún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner