Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 29. maí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
Icelandair
EM KVK 2025
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að hitta hópinn aftur, svolítið langt síðan við hittumst síðast. Það er gaman að hittast aftur og fara í nýja leiki," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í Þrándheimi.

Framundan eru leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni, en við byrjum gegn Noregi ytra.

„Við komum hingað á mánudaginn og erum búnar að æfa í gær og í dag. Þetta hefur verið góð byrjun," sagði Guðrún en íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Noreg í Laugardalnum fyrir ekki svo löngu síðan.

„Við spiluðum ágætan leik og bjuggum til góð færi þó við höfum ekki náð að skora. Það má búast við því að þær bregðist við þeim hlutum sem við gerðum vel síðast. Við höfum aðeins pælt í því. Það er samt mikið sem við getum tekið með okkur."

Spennandi tilhugsun að fara í stærri deild
Guðrún er leikmaður Rosengård í Svíþjóð en hún hefur leikið þar stórt hlutverk síðan 2021. Það styttist hins vegar í það núna að samningur hennar renni út.

„Það er búið að vera svolítið bras á okkur og ekki gengið eins vel og við hefðum vonað. Það er mikil breyting á liðinu frá því í fyrra og maður vissi ekki að það yrði sama 'record' ár og í fyrra. Við erum að halda áfram að vinna í okkar hlutum, smáatriði sem við þurfum að laga," segir Guðrún en aðspurð út í framtíðina sagði hún:

„Ég er með umboðsmann sem vinnur vinnuna sína. Ég reyni að pæla ekki of mikið í þessu. Ég er með nóg að gera og er ekki með hugann of mikið við þetta."

„Ég er bara að skoða alla möguleika sem eru í boði, hvað býðst og svona. Svo tek ég ákvörðun út frá því sem ég tel henta best. Það er einhver möguleiki að ég verði áfram hjá Rosengård en hann er ekki mjög stór."

Það er spennandi tilhugsun fyrir þennan öfluga miðvörð að taka skrefið í stærri deild.

„Já, algjörlega. Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár eða eitthvað. Mér finnst ég tilbúin í nýja áskorun. Hver sem hún verður, það verður að koma í ljós. Þið verðið bara að bíða eins spennt og ég," sagði Guðrún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner