City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   fim 29. maí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
Icelandair
EM KVK 2025
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Guðrún Arnardóttir ræðir hér við Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Guðrún hefur verið lykilmaður í sænska meistaraliðinu Rosengård í nokkur ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að hitta hópinn aftur, svolítið langt síðan við hittumst síðast. Það er gaman að hittast aftur og fara í nýja leiki," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í Þrándheimi.

Framundan eru leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni, en við byrjum gegn Noregi ytra.

„Við komum hingað á mánudaginn og erum búnar að æfa í gær og í dag. Þetta hefur verið góð byrjun," sagði Guðrún en íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Noreg í Laugardalnum fyrir ekki svo löngu síðan.

„Við spiluðum ágætan leik og bjuggum til góð færi þó við höfum ekki náð að skora. Það má búast við því að þær bregðist við þeim hlutum sem við gerðum vel síðast. Við höfum aðeins pælt í því. Það er samt mikið sem við getum tekið með okkur."

Spennandi tilhugsun að fara í stærri deild
Guðrún er leikmaður Rosengård í Svíþjóð en hún hefur leikið þar stórt hlutverk síðan 2021. Það styttist hins vegar í það núna að samningur hennar renni út.

„Það er búið að vera svolítið bras á okkur og ekki gengið eins vel og við hefðum vonað. Það er mikil breyting á liðinu frá því í fyrra og maður vissi ekki að það yrði sama 'record' ár og í fyrra. Við erum að halda áfram að vinna í okkar hlutum, smáatriði sem við þurfum að laga," segir Guðrún en aðspurð út í framtíðina sagði hún:

„Ég er með umboðsmann sem vinnur vinnuna sína. Ég reyni að pæla ekki of mikið í þessu. Ég er með nóg að gera og er ekki með hugann of mikið við þetta."

„Ég er bara að skoða alla möguleika sem eru í boði, hvað býðst og svona. Svo tek ég ákvörðun út frá því sem ég tel henta best. Það er einhver möguleiki að ég verði áfram hjá Rosengård en hann er ekki mjög stór."

Það er spennandi tilhugsun fyrir þennan öfluga miðvörð að taka skrefið í stærri deild.

„Já, algjörlega. Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár eða eitthvað. Mér finnst ég tilbúin í nýja áskorun. Hver sem hún verður, það verður að koma í ljós. Þið verðið bara að bíða eins spennt og ég," sagði Guðrún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner