Spænska félagið Real Madrid mun á næstu dögum virkja kaupákvæði í samningi argentínska miðjumannsins Nico Paz, en hann er á mála hjá Como á Ítalíu.
Como keypti Paz frá Madrídingum fyrir 6 milljónir evra á síðasta ári og setti spænska félagið kaupákvæði í samninginn.
Paz, sem er tvítugur, hefur blómstrað í ítalska boltanum og unnið sér sæti í argentínska landsliðshópnum.
Relevo fullyrðir að hann sé á leið aftur til Real Madrid eftir ársdvöl á Ítalíu, en félagið mun virkja kaupákvæðið sem nemur um 8 milljónum evra.
Argentínumaðurinn kom að fjórtán mörkum með nýliðum Como á tímabilinu og var valinn besti U23 ára leikmaður deildarinnar.
Xabi Alonso tók við Madrídingum á dögunum og er sagður spenntur fyrir því að fá Paz inn í leikmannahópinn.
Athugasemdir