Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. júlí 2018 07:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hvernig VAR?
(og fleiri þankar að afloknum úrslitaleik HM)
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Gylfi Þór Orrason.
Gylfi Þór Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nestor Pitana í úrslitaleiknum.
Nestor Pitana í úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Orrason, fyrrum dómari, skrifar:

Svo ég komi mér beint að efninu þá tel ég að VAR að sé komið til að VERA.

En það er hins vegar bæði margt og mikið sem þarf að laga við kerfið svo ásættanlegt sé. Markið sem réði úrslitum í HM 2018 var nefnilega skorað eftir að argentínski dómarinn ráðfærði sig við VAR með ólöglegum hætti. Á blaðsíðu 139 í 2018-19 útgáfu "Laws of the Game" um "Protocol – principles, practicalities and procedures" segir nefnilega:

"(......).... normal speed should be used for the ‘intensity’ of an offence or to decide if a handball was ‘deliberate"

Augljóst var hins vegar að Néstor Pitana skoðaði atvikið þegar Perisic fékk boltann í höndina ekki bara í hægri endursýningu heldur meira að segja í "super slo-mo" sem honum var óheimilt að gera.

Staðreyndin er nefnilega sú að þó að græjurnar séu fínar þá eru það samt mannlegar verur sem þurfa að nýta sér tæknina til ákvarðanatöku. Eflaust eru margir ósammála mér, en mín skoðun á atvikinu er sú að þarna hafi fínar græjur, átta dómarar og fjórir tæknimenn einfaldlega túlkað knattspyrnulögin með sama hætti og skrattinn les Biblíuna. Perisic lék boltanum ekki viljandi með hendinni - punktur.

Margir hafa líka viljað meina að Paul Pogba hafi verið rangstæður þar sem hann stóð aftan við varnarvegginn í fyrsta marki Frakkanna. Þar virkaði VAR-kerfið hins vegar fullkomlega, enda mátti sjá við hæga endursýningu (sem er heimil í slíkum tilfellum) að þar var króatískur fótur innan við Pogba, ef frá eru taldir handleggir hans, en handleggi ber ekki að taka með í reikninginn þegar rangstaða er metin.

En hvað með aukaspyrnuna sem Griezmann fékk fyrir fyrsta markið? Rétt ákvörðun eða röng? Þegar dómarar meta hvort refsa beri leikmanni fyrir leikaraskap ber þeim að hugleiða eftirfarandi:
• Fór "boltamaðurinn" niður án snertingar (nema til þess að víkja sér undan hættulegri atlögu mótherja síns)?
• Gerði "boltamaðurinn" mikið úr lítilli snertingu?
• Var "boltamaðurinn" sjálfur valdur af snertingunni sem varð við mótherjann?

Eflaust eru margir ósammála mér, en sjálfum finnst mér þriðji punkturinn hér að ofan eiga við Griezmann í þessu tilfelli. Hann lét sig falla og rak vinstri fótinn í mótherja sinn til þess að fá snertinguna. Óbein aukaspyrna í hina áttina og gult spjald á Griezmann hefði ég (og örugglega öll króatíska þjóðin) viljað sjá þarna.

En á hvern skal síðan skrá markið? Griezmann lyfti boltanum inn í teiginn og þar "flikkaðist" boltinn af höfði Mandzukic í markið. Í fljótu bragði finnst fólki þetta kannski ekki skipta miklu máli, en hvað um veðmálasíðurnar? Sá sem veðjaði á að Griezmann myndi skora fyrsta mark leiksins (o.s.frv.) vill að sjálfsögðu að markið verði skráð á hann, en ekki sem sjálfsmark hjá Mandzukic.

FIFA reyndi á sínum tíma að semja viðmiðunarreglur hvað þetta varðar, en þær voru svo flóknar að fáir skildu þær. Knattspyrnulögin sjálf hjálpa heldur ekki þarna, því samkvæmt þeim þá telst markið gilt ef boltinn fer inn fyrir marklínuna, óháð því hver kemur síðast við hann.

Þegar upp verður staðið í lok Pepsídeildarinnar í haust þá getur þetta skipt máli. Ímyndum okkur að í síðasta leik tímabilsins verði Hilmar Árni þá þegar búinn að jafna nítján marka met þeirra Péturs Péturs, Gumma Torfa, Tryggva Guðmunds, Andra Rúnars og Þórðar Guðjóns og taki þá eina af sínum eitruðu horn- eða aukaspyrnum. Boltinn svífur inn á fjærstöngina og "flikkast" þar af höfði varnarmanns beint í markið. Sjálfsmark eða tuttugasta mark Hilmars Árna og nýtt met?

Eiga veðmálasíðurnar að greiða út til þeirra sem tippuðu á að Griezmann myndi skora fyrsta markið (og Hilmar Árni setji nýtt met) eða ekki? Ef þetta var sjálfsmark hjá Mandzukic á þá alltaf að skrá mörk sem sjálfsmörk markmanna ef þeir koma við boltann á leið sinni í markið?

Á vefsíðu KSÍ er að finna eftirfarandi fyrirmæli um hvern skal skrá fyrir marki. https://www.ksi.is/library/Skrar/Domaramal/Skr%C3%A1ning%20marka.pdf

Dæmið þið nú, Griezmann eða Mandzukic? Milljónaspursmál !
Athugasemdir
banner
banner