Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. júlí 2020 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Afturelding sótti stig til Kópavogs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik 3 - 3 Afturelding
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('1)
1-1 Kaela Lee Dickerman ('8)
2-1 Þórhildur Þórhallsdóttir ('23)
3-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('57)
3-2 Kristín Þóra Birgisdóttir ('69)
3-3 Rakel Leósdóttir ('84)

Það var mikil skemmtun í boði er Augnablik tók á móti Aftureldingu í síðasta leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna.

Kópavogsstúlkur tóku forystuna og leiddu 2-1 í hálfleik eftir mörk frá Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur og Þórhildi Þórhallsdóttur. Vigdís Lilja gerði svo þriðja mark Augnabliks í síðari hálfleik en Kristín Þóra Birgisdóttir minnkaði muninn fyrir Mosfellinga.

Rakel Leósdóttir, sem kom inn af bekknum á 68. mínútu, gerði jöfnunarmark á lokakaflanum og bjargaði stigi fyrir Aftureldingu.

Bæði lið eru um miðja deild eftir jafnteflið. Afturelding með níu stig eftir sjö umferðir á meðan Augnablik er með átta stig og leik til góða.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner