Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júlí 2021 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Senur sem hafa mikil áhrif á titilbaráttuna
Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið.
Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 2 - 2 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('5 )
1-1 Colleen Kennedy ('8 )
1-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('24 )
2-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Breiðablik varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni í Pepsi Max-deild kvenna er liðið fór norður á Akureyri í kvöld og heimsótti þar Þór/KA.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum í forystu eftir aðeins fimm mínútur en Colleen Kennedy svaraði því strax fyrir Þór/KA,1-1.

Á 24. mínútu kom Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Blikum aftur yfir og var staðan 1-2, þegar flautað var til hálfleiks.

Það virtist stefna í fínan sigur Blika en á lokamínútum leiksins jafnaði Þór/KA metin. „SENUR!!! KLAFS INNÁ TEIGNUM OG MÉR SÝNDIST ÞAÐ VERA ARNA SIF SEM KEMUR BOLTANUM INN Í MARKIÐ!" skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði dramatískt jöfnunarmark.

Lokatölur 2-2 og getur Valur náð fjögurra stiga forskoti á Blika, á toppi deildarinnar með sigri gegn Fylki á föstudag. Þór/KA situr í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner