Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Díaz fær leyfi til að fara í læknisskoðun hjá Bayern - „Here we go!“
Mynd: EPA
Liverpool hefur gefið kólumbíska vængmanninum Luis Díaz leyfi til þess að fara í læknisskoðun hjá þýska félaginu Bayern München en það er David Ornstein sem segir frá þessu á X.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaup og sölu á Díaz en endanlegt kaupverð er 65,5 milljónir punda eða um 75 milljónir evra samkvæmt bæði Ornstein og Paul Joyce.

Díaz, sem er 28 ára gamall, hefur samþykkt fjögurra ára samning hjá Bayern með möguleika á að framlengja hann um ár til viðbótar, en Liverpool hefur nú gefið honum grænt ljós til að fljúga til Þýskalands í læknisskoðun. Fabrizio Romano setur þá „Here we go!“ við félagaskiptin.

Kólumbíumaðurinn tjáði Liverpool að hann vildi fara frá félaginu í sumar og kemur þetta sér mjög vel fyrir enska félagið sem ætlar að nýta peninginn í að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle.

Ágætis hagnaður hjá Liverpool sem keypti Díaz frá Porto fyrir 37,5 milljónir punda árið 2022. Talið er að hagnaður Liverpool sé allt í allt 22 milljónir punda.

Liverpool ætlar sér að selja fleiri leikmenn í glugganum en þeir Darwin Nunez, Harvey Elliott og Federico Chiesa gætu allir verið á förum.
Athugasemdir
banner
banner