Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er á leið til danska félagsins Kolding. Hjörvar Hafliðason greinir frá þessu á X í kvöld.
Það kom fram hér á Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að Jóhannes Krstinn hafi skoðað aðstæður hjá ítalska félaginu Pro Vercelli. Hann ákvað eftir það að fara ekki lengra í viðræðum við félagið.
Það kom fram hér á Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að Jóhannes Krstinn hafi skoðað aðstæður hjá ítalska félaginu Pro Vercelli. Hann ákvað eftir það að fara ekki lengra í viðræðum við félagið.
Jóhannes Kristinn var í byrjunarliði KR sem gerði jafntefli gegn Breiðabliki í gær en hann kvaddi liðsfélaga sína í morgun. Hann hefur skorað sex mörk í 15 leikjum í deildinni í sumar.
Kolding er með þrjú stig eftir tvær umferðir í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er leikmaður liðsins en hann er á sínu þriðja tímabili með liðinu.
Jóhannes Bjarnason kvaddi félaga sina í KR í morgun og er á leið til Kolding í Danmörku. Við ræðum í Helgaruppgjöri Dr. Football á eftir. pic.twitter.com/yYm3C47BLD
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 27, 2025
Athugasemdir