Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 12. september
Championship
Ipswich Town - Sheffield Utd - 19:00
FA Cup
Folkestone Invicta - Maidstone Utd - 19:00
WSL - Women
West Ham W - Arsenal W - 18:30
Manchester City W - Brighton W - 18:30
Bundesligan
Leverkusen - Eintracht Frankfurt - 18:30
Frauen
Freiburg W 0 - 0 Koln W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Eliteserien
Bodö/Glimt - Kristiansund - 17:00
Úrvalsdeildin
Rubin 1 - 0 Dynamo Mkh
La Liga
Sevilla - Elche - 19:00
sun 27.júl 2025 18:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 18. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Wolves er síðasta liðið sem fellur samkvæmt þessari spá.

Wolves fagnar marki á síðasta tímabili. Þessir leikmenn eru báðir núna farnir.
Wolves fagnar marki á síðasta tímabili. Þessir leikmenn eru báðir núna farnir.
Mynd/EPA
Vitor Pereira sneri við gengi liðsins á síðustu leiktíð.
Vitor Pereira sneri við gengi liðsins á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Cunha fór til Manchester United.
Cunha fór til Manchester United.
Mynd/Man Utd
Ait Nouri ákvað að ganga í raðir Manchester City.
Ait Nouri ákvað að ganga í raðir Manchester City.
Mynd/EPA
Jörgen Strand Larsen gekk alfarið í raðir Wolves í sumar.
Jörgen Strand Larsen gekk alfarið í raðir Wolves í sumar.
Mynd/Wolves
Jhon Arías fær tíuna.
Jhon Arías fær tíuna.
Mynd/Wolves
Fer Lopez kom frá Celta Vigo, skemmtilegur miðjumaður.
Fer Lopez kom frá Celta Vigo, skemmtilegur miðjumaður.
Mynd/Wolves
Andre er sterkur miðjumaður sem er á leið inn í sitt annað tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Andre er sterkur miðjumaður sem er á leið inn í sitt annað tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/Wolves
Joao Gomes í leik með Wolves á síðustu leiktíð.
Joao Gomes í leik með Wolves á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Markvörðurinn Jose Sá.
Markvörðurinn Jose Sá.
Mynd/EPA
Matt Doherty er algjör reynslubolti fyrir þetta lið.
Matt Doherty er algjör reynslubolti fyrir þetta lið.
Mynd/Wolves
Samningur Nelson Semedo rann út. Wolves er enn að gera sér vonir um að hann endursemji en það er ólíklegt.
Samningur Nelson Semedo rann út. Wolves er enn að gera sér vonir um að hann endursemji en það er ólíklegt.
Mynd/EPA
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Frá Molineux, heimavelli Wolves.
Mynd/EPA
Wolves hefja úrvalsdeildartímabilið 2025–26 undir stjórn portúgalska þjálfarans Vítor Pereira sem tók við liðinu í desember á síðasta ári og stýrði því til áframhaldandi veru í deildinni með nokkrum öflugum úrslitum, þar á meðal tveimur sigrum á lánlausu liði Manchester United. Með heilt undirbúningstímabil að baki stefnir Pereira að því að festa agað leikplan sitt í sessi og forðast fallbaráttudrauginn sem hefur verið reglulegur gestur hjá félaginu síðustu ár.

Sumarglugginn 2025 hefur einkennst af mikilli hreyfingu í leikmannahópnum. Matheus Cunha var seldur til Manchester United fyrir um 62,5 milljónir punda og bakvörðurinn Rayan Aït-Nouri gekk til liðs við Manchester City fyrir um 31 milljón. Þessir tveir hafa verið lykilmenn síðustu árin og Cunha eiginlega borið sóknarleikinn á herðum sér. Á móti hafa komið inn spennandi leikmenn eins og norski framherjinn Jörgen Strand Larsen, sem var keyptur eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð, spænski miðjumaðurinn Fer López og kólumbíski kantmaðurinn Jhon Arias. Með þessari endurnýjun á hópnum vonast Wolves til að fá meiri dýpt og hraða í sóknarleikinn til að bæta ofan á sterkan og agaðan varnarleik.



Frammistaða Wolves á vellinum mun ráðast af því hversu hratt nýju leikmennirnir ná að aðlagast og hvort takist að fylla í þau stóru skörð sem Cunha og Ait-Nouri skildu eftir sig. Strand Larsen, sem skoraði 14 mörk á sínu fyrsta tímabili, verður áfram lykilmaður í sókninni en þarf að tengja við nýja leikmenn. Bæði stuðningsmenn og veðbankar sjá liðið sem líklegt til að enda í neðri hluta töflunnar, en með stöðugleika í þjálfaramálum og ferskum leikmönnum gæti Wolves gert betur en spáin segir til um.

Stjórinn: Vitor Pereira tók við Wolves á miðju síðasta tímabili og breytti gengi liðsins. Þegar hann tók við sagðist Portúgalinn hafa verið að elta þann draum að starfa í ensku úrvalsdeildinni í fjórtán ár. Portúgalinn hefur í nokkur skipti verið nálægt því að taka við Everton en komst ekki yfir endalínuna. Svo tók þessi 56 ára gamli stjóri við Wolves eftir að hafa komið víða við á sínum ferli. Hann hafði verið að stýra Al Shabab í Sádi-Arabíu áður en hann mætti til Wolves. Á stjóraferli sínum hefur Pereira verið vanur því að vinna titla með liðum á borð við Porto og Olympiakos, en hann ætlar að byrja á því hjá Wolves að koma liðinu frá fallbaráttunni og nær miðjunni.

Leikmannaglugginn: Eins og áður kemur fram þá hafa Úlfarnir misst tvo algjöra lykilmenn í sumar í Cunha og Ait-Nouri. Þeir hafa fengið nokkra leikmenn inn í staðinn en það vantar meira. Á þessum tímapunkti er hópurinn veikari en á síðustu leiktíð.

Komnir:
Jørgen Strand Larsen frá Celta Vigo - 23 milljónir punda
Fer López frá Celta Vigo - 19 milljónir punda
Jhon Arias frá Fluminense - 15 milljónir punda

Farnir:
Matheus Cunha til Man Utd - 62,5 milljónir punda
Rayan Aït-Nouri til Man City - 31 milljón punda
Carlos Forbs til Ajax (Var á láni)
Tommy Doyle til Birmingham - Á láni
Pablo Sarabia - Samningur rann út
Nelson Semedo - Samningur rann út

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
André er leikmaður sem var eftirsóttur þegar hann var á mála hjá Fluminense en hann var keyptur til Wolves rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði síðasta sumar. Hann náði fljótlega að aðlagast og þegar Pereira tók við liðinu varð hann algjör lykilmaður. Hann verður væntanlega enn betri á komandi tímabili.



Joao Gomes leikur með Andre á miðsvæðinu en þeir eru báðir hluti af landsliði Brasilíu. Það segir svolítið mikið um gæðin sem þeir búa yfir og ef Wolves á að eiga gott tímabil, þá þurfa þeir að tengja vel. Þeir eru með sterkt samband og þrífast á því að pressa andstæðinginn og láta honum líða illa.

Jörgen Strand Larsen er norskur sóknarmaður sem lék með Wolves á láni frá Celta Vigo á síðasta tímabili. Hann átti mjög gott tímabil þar sem hann skoraði 14 mörk fyrir lið sem var að berjast í neðri hlutanum. Hann var í sumar keyptur alfarið til félagsins og vonast stuðningsmenn til þess að þessi hávaxni sóknarmaður muni skora enn fleiri mörk á komandi keppnistímabili.

Fylgist með: Jhon Arías er gríðarlega spennandi leikmaður sem mun leika með stórt númer á bakinu á þessu tímabili. Hann var keyptur til Wolves frá Fluminense í Brasilíu á dögunum og fékk tíuna, númerið sem Matheus Cunha skildi eftir sig. Cunha hefur leitt sóknarleik Úlfana síðustu árin og Arías er ætlað að stíga inn í það stóra hlutverk. Arías lék 230 leiki fyrir Fluminense og kom að meira en 100 mörkum sem er býsna vel gert. Núna mun hann í fyrsta sinn spila í Evrópu og verður gaman að sjá hvernig það tekst upp. Fer Lopez er líka áhugaverður leikmaður með skemmtilega sögu en hann kom frá Celta Vigo í sumar.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Fyrir Wolves er besta niðurstaðan sú að liðið verði aldrei í einhverri fallbaráttu og verði þægilegir í kringum miðja deild. Það er erfitt að sjá liðið fara í einhverja Evrópubaráttu. Versta niðurstaðan er sú að það verði of erfitt að missa Cunha og Ait-Nouri og liðið falli eftir langa dvöl í ensku úrvalsdeildinni.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir