Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 27. júlí 2025 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var erfiður leikur, FH eru með hörku lið," sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals eftir 3-1 sigur gegn FH.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Þeir eru með sterkt og stórt lið. Það vantaði líka nokkra menn hjá okkur þannig þetta var bara gríðarlega sterkur sigur hjá okkur. Að ná stjórn á leiknum og skora snemma. Geggjað að ná að vinna leikinn þegar vantar nokkra menn hjá okkur," sagði Adam.

Adam hefur ekki fengið mikið af tækifærum síðan hann kom frá Ítalíu til Vals. Hann byrjaði leikinn í dag og lagði upp eitt mark.

„Ég er alltaf ánægður þegar ég spila, og gaman að hjálpa liðinu. Við erum bara með það gott lið að mínúturnar dreifast. Núna er ég vonandi að fá sénsinn minn og spila nokkra leiki í röð. Ég hef ekki verið að fá marga leiki í röð, það væri gaman að fá nokkra leiki í röð. Ég þarf bara að bíða og vona, annars er ég bara í góðu liði og bíð eftir mínu tækifæri aftur," sagði Adam.

Þrátt fyrir að Adam virðist þolinmóður að bíða eftir sínum tækifærum, er hann samt pirraður á að fá ekki að spila meira.

„Ég myndi ljúga því ef ég myndi ekki segja það, auðvitað er maður pirraður að spila ekki. Ég var að koma úr atvinnumennsku, þá langar manni að koma beint inn í liðið. Ég bara ber virðingu fyrir liðinu, við erum með hörku leikmenn og ég er bara rólegur. Ég er búinn að þroskast, maður þarf að bíða þolinmóður og nýta tækifærin þegar maður fær þau. Mér finnst ég búinn að vera gera það eins og á móti KA, í Evrópuleikjunum og annað. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram," sagði Adam.

Valur er núna með tvö stig á toppi deildarinnar eftir að bæði Víkingur og Breiðablik unnu ekki í þessari umferð.

„Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist," sagði Adam og hló. „Efasemdir og ekki efasemdir, við erum alltaf búnir að vera með góðan hóp og núna er þetta bara búið að límast saman. Við erum með góðan liðsanda, það eru allir vinir, og við erum bara allir að róa í sömu átt. Þetta er svo langt frá því að vera búið, við erum bara með tveggja stiga forskot, og þetta er bara næsti leikur í raun og veru. Þrátt fyrir að það er klisja að segja það, og þrátt fyrir að ég hati svona klisjur í viðtölum. Þetta er samt bara staðreynd, ef við vinnum ekki næsta leik þá erum við örugglega búnir að missa toppsætið. Þannig við verðum bara að halda áfram og halda sem flestum heilum. Þá erum við bara í toppmálum," sagði Adam.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner