Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 16:02
Elvar Geir Magnússon
Kynntur hjá Njarðvík en er búinn að skrifa undir hjá Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Manuel Gavilán.
Manuel Gavilán.
Mynd: CD Toledo
Spænski framherjinn Manuel Gavilán var kynntur sem nýr leikmaður Njarðvíkur fyrr í þessum mánuði en félagið hætti hinsvegar við að fá hann. Hann hefur nú skrifað undir hjá Grindavík.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net voru Njarðvíkingar ekki ánægðir með líkamlegt ástand hans þegar hann mætti.

Gavilán, sem er 34 ára, kemur til Grindavíkur frá CD Toledo á Spáni. Hann er reynslumikill leikmaður sem hóf feril sinn hjá Real Betis. Á ferli sínum hefur hann leikið á Spáni (Liga 2 og 3), á Ítalíu (Serie C), í austurrísku úrvalsdeildinni og í Hong Kong þar sem hann varð tvívegis landsmeistari.

Hann á að baki tólf landsleiki og tvö mörk fyrir yngri landslið Spánar og var Evrópumeistari með U17-ára landsliði Spánar árið 2008. Gavilan skoraði í úrslitaleiknum á því móti en Thiago Alcantara, fyrrum leikmaður Barcelona og Liverpool, var einnig á meðal markaskorara í þeim leik.

Njarðvík er í baráttu um að komast upp í Bestu deildina en liðið er sem stendur einu stigi frá toppnum. Grindavík er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan fallsætin.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner
banner