Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Húnvetningar sigruðu toppliðið
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Kormákur/Hvöt 3 - 2 Ægir
1-0 Moussa Ismael Sidibe Brou ('18)
2-0 Moussa Ismael Sidibe Brou ('28, víti)
2-1 Einar Breki Sverrisson ('45)
2-2 Bjarki Rúnar Jónínuson ('61, víti)
3-2 Kristinn Bjarni Andrason ('88)

Lestu um leikinn: Kormákur/Hvöt 3 -  2 Ægir

Kormákur/Hvöt tók á móti Ægi í áhugaverðum slag í 2. deild karla í dag og komust heimamenn óvænt í tveggja marka forystu gegn toppliði deildarinnar.

Ismael Brou gerði fyrsta mark leiksins með góðri afgreiðslu eftir magnaðan undirbúning frá Goran Potkozarac, sem lék á þrjá andstæðinga áður en hann gaf boltann fyrir markið.

Tíu mínútum síðar fengu heimamenn dæmda vítaspyrnu eftir að Jón Gísli Stefánsson var tekinn niður. Andri Þór Grétarsson markvörður Ægis varði spyrnuna upphaflega en hún var tekin aftur því Andri var farinn með báða fætur af marklínunni. Ismael skoraði örugglega í seinni tilraun sinni.

Þegar heimamenn á Hvammstanga virtust ætla að ganga inn í leikhléð með tveggja marka forystu tókst gestunum frá Þorlákshöfn að minnka muninn. Einar Breki Sverrisson skoraði þá með skoti langt utan af velli sem Simon Zupancic missti innfyrir marklínuna. Staðan var því 2-1 í leikhlé.

Ægismenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin með marki úr vítaspyrnu á 61. mínútu. Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði örugglega af vítapunktinum.

Ægir var sterkara liðið í síðari hálfleiknum en tókst ekki að skapa sér sérlega góð færi. Þess í stað tókst heimamönnum að gera sigurmarkið á lokakaflanum, þegar Kristinn BJarni Andrason sem var nýkominn inn af bekknum setti boltann í netið eftir hornspyrnu á 88. mínútu.

Ægismenn reyndu að jafna metin en marktilraun Jordan Adeyemo sleikti stöngina og nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-2 eftir skemmtilegan slag.

Ægir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, með 29 stig eftir 14 umferðir.

Sigurinn kemur sér afar vel fyrir Húnvetninga sem eru á svakalegri siglingu þessa dagana. Þetta var þriðji deildarsigurinn í röð og er Kormákur/Hvöt núna aðeins fimm stigum frá öðru sætinu.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 14 9 2 3 40 - 22 +18 29
2.    Dalvík/Reynir 14 8 2 4 26 - 13 +13 26
3.    Þróttur V. 14 8 2 4 19 - 14 +5 26
4.    Haukar 14 7 3 4 26 - 21 +5 24
5.    Grótta 14 6 5 3 23 - 16 +7 23
6.    Víkingur Ó. 14 6 4 4 28 - 21 +7 22
7.    Kormákur/Hvöt 14 7 0 7 21 - 25 -4 21
8.    KFA 14 5 2 7 34 - 33 +1 17
9.    KFG 14 5 1 8 23 - 32 -9 16
10.    Kári 14 5 0 9 17 - 33 -16 15
11.    Höttur/Huginn 14 3 3 8 18 - 33 -15 12
12.    Víðir 14 2 2 10 15 - 27 -12 8
Athugasemdir
banner
banner