Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari í annað sinn í röð í kvöld þegar liðið vann Spán eftir vítaspyrnukeppni.
England lenti undir þegar Mariona Caldentey skoraði í fyrri hálfleik. Það var síðan Alessia Russo sem jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik.
Markvörðurinn Hannah Hampton sýndi frábæra frammistöðu í vítaspyrnukeppninni og varði tvær spyrnur. Það var svo Chloe Kelly sem tryggði liðinu sigur með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins.
England lenti undir þegar Mariona Caldentey skoraði í fyrri hálfleik. Það var síðan Alessia Russo sem jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik.
Markvörðurinn Hannah Hampton sýndi frábæra frammistöðu í vítaspyrnukeppninni og varði tvær spyrnur. Það var svo Chloe Kelly sem tryggði liðinu sigur með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins.
England vann sinn fyrsta Evróputitil árið 2022 þegar mótið fór fram á Englandi. Liðið hefur aldrei unnið HM en Karl IIi Bretakonungur sendi liðinu skilaboð og skoraði á þær að vinna HM sem fram fer í Brasilíu árið 2027.
„Ensku stuðningsmennirnir hafa sungið fræga sönginn 'Fótboltinn er á leiðinni heim' (e. Football is coming home). Þegar þið komið heim með bikarinn sem þið unnuð á Wembley fyrir þremur árum, er það uppspretta mikils stolts, með íþróttafærni og frábærri liðsheild að Ljónynjurnar hafa látið þessi orð rætast," skrifaði Karl til liðsins.
„En meira en það, hafið þið sýnt með fordæmi ykkar undanfarnar vikur að engin bakslög eru svo erfið að tap geti ekki breyst í sigur, jafnvel þótt lokaflautið sé í nánd. Vel gert Ljónynjur. Næsta verkefni er að koma heim með Heimsmeistarabikarinn árið 2027 ef mögulegt er."
Congratulations to our valiant @Lionesses! ????????????
— The Royal Family (@RoyalFamily) July 27, 2025
A message from The King following the team’s victory at the Women’s Euros 2025.#WEURO2025 pic.twitter.com/mRBAdeGSOf
Athugasemdir