Portúgalinn Joao Felix er á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu og um leið hafnað því að ganga í raðir Benfica. Þetta segir Fabrizio Romano á X í dag.
Allt stefndi í að Felix væri á leið aftur heim til Portúgals áður en Al Nassr 'stal' honum á síðustu stundu.
Romano segir að viðræðum Al Nassr og Chelsea miðar hratt áfram en kaupverðið er tæpar 50 milljónir punda.
Felix, sem er 25 ára gamall, hefur lagt blessun sína á skiptin og verður ekkert vesen að semja um kaup og kjör.
Erlendir miðlar greina frá því að Cristiano Ronaldo, liðsfélagi Felix í portúgalska landsliðsins, hafi átt stóran þátt í að sannfæra hann um að koma.
Gengið verður frá félagaskiptunum á næstu tveimur sólarhringum og mun Felix koma til móts við hópinn hjá Al Nassr sem æfir þessa stundina í Austurríki.
Athugasemdir