Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Joao Felix til Al Nassr - „Here we go!“
Mynd: Chelsea
Al Nassr og Chelsea hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á portúgalska sóknartengiliðnum Joao Felix en það er Fabrizio Romano sem fullyrðir samkomulagið með „Here we go!“ frasanum í dag.

Félögin voru rétt í þessu að klára viðræður um leikmanninn sem kemur til Al Nassr fyrir aðeins 26 milljónir punda, sem er töluvert lægri upphæð en erlendir miðlar töluðu um.

Felix, sem er 25 ára gamall, hafnaði því að ganga í raðir uppeldisfélagsins Benfica og stökk frekar á tækifærið að spila með samlanda sínum, Cristiano Ronaldo.

Samkvæmt Romano mun Chelsea fá stóran hluta af endursöluverði Felix.

Felix hefur fengið grænt ljós á að fljúga í æfingabúðir Al Nassr í Austurríki og gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir langtímasamning.
Athugasemdir
banner