England og Spánn mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel klukkan 16:00 í dag. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Þessar þjóðir mættust einmitt í úrslitaleik HM sem fór fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi fyrir tveimur árum en þar höfðu Spánverjar betur, 1-0, eftir sigurmark Olgu Carmona sem er einmitt í liðinu í dag.
England er á leið í annan sinn í röð í úrslitaleik EM og er sem stendur ríkjandi Evrópumeistari, en þótt ótrúlegt megi virðast þá er þetta fyrsti úrslitaleikur Spánverja á EM.
Allt bendir til þess að Esther Gonzalez, framherji Spánverja, verði markadrottning í ár en hún er markahæst með 4 mörk og kemur liðsfélagi hennar Alexia Putellas næst á eftir með 3 mörk. Georgia Stanway, Ella Toone, Lauren James og Michelle Agyemeng eru allar með 2 mörk fyrir England.
Stanway, Toone og James byrja allar hjá Englandi og er Esther þá fremst hjá Spánverjum.
Laia Aleixandri kemur aftur inn í byrjunarlið Spánar eftir að hafa tekið út leikbann í undanúrslitunum. Hún kemur inn fyrir Mariu Mendez og er það eina breyting heimsmeistarana.
Þá er aðeins ein breyting á liði Englands en Jessica Carter kemur aftur í vörnina í stað Esme Morgan.
England: Hampton; Bronze, Williamson, Carter, Greenwood; Toone, Walsh, Stanway; James, Russo, Hemp
Spánn: Cata Coll; Batlle, Irene Paredes, Laia Aleixandri, Olga Carmona; Aitana Bonmatí, Guijarro, Alexia Putellas; Mariona, Athenea, Esther González.
Your #Lionesses for the final! ???????????????????????????????? pic.twitter.com/K5E76kPx7R
— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2025
Athugasemdir