Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar ekki að spila aftur fyrir Brentford
Mynd: EPA
Kongómaðurinn Yoane Wissa ætlar ekki að æfa né spila aftur fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford en hann hefur verið mjög skýr við það við félagið að hann vilji fara til Newcastle United í glugganum.

Newcastle United hefur mikinn áhuga á að landa þessum 28 ára gamla sóknarmanni frá Brentford, en hefur komið að luktum dyrum til þessa.

Brentford hefur ekki áhuga á að selja hann og segir Sky Sports að Wissa sé brjálaður yfir ákvörðun félagsins.

Wissa segir að félagið hafi fullvissað hann um að hann mætti fara í sumar og að hann hafi fengið það loforð á síðasta ári er Ivan Toney var leyft að fara til Sádi-Arabíu.

Brentford hafnaði tveimur tilboðum í Wissa frá Nottingham Forest í byrjun ársins og hefur einnig hafnað tilboðum frá Forest og Newcastle í þessum mánuði.

Framherjinn ætlar að mótmæla og neitað að æfa og spila með félaginu aftur. Hann vill fá tækifærið til að spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð, sem hann telur vera síðasta tækifæri sitt til að spila á stærsta sviðinu.

Wissa er samningsbundinn Brentford út tímabilið en félagið á möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner