Marcus Rashford spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona síðan hann kom á láni frá Manchester United er spænska liðið vann Vissel Kobe, 3-1, í æfingaleik í Japan í dag.
Rashford gekk í raðir Barcelona á láni frá Manchester United á dögunum og var greinilega búið að plana það að hann fengi hálftíma.
Hann kom inn í hálfleik í stöðunni 1-1 en Eric Garcia gerði mark Börsunga í fyrri hálfleiknum.
Englendingurinn kom að marki hins 19 ára gamla Roony Bardghji, sem gekk einmitt líka í raðir Barcelona í sumar.
Rashford á frábæra sendingu inn fyrir á Robert Lewandowski sem lagði boltann til hliðar á Bardghij sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið.
Mínútu síðar var Rashford tekinn af velli. Hinn 17 ára gamli Pedro Fernandez kom inn á í hans stað og skoraði þriðja og síðasta mark Börsunga.
Barcelona spilar vð Seoul og Daegu í Suður-Kóreu áður en liðið heldur aftur heim til Spánar.
Rashford->Robert->Roony
— Joël (@Joellski) July 27, 2025
We’re so big time ???????????????? pic.twitter.com/vZvmGiHHBy
Athugasemdir