Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spilaði fótbrotin og hjálpaði Englandi að vinna EM
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Lucy Bronze, leikmaður enska landsliðsins, greindi frá því eftir að liðið vann úrslitaleikinn gegn Spáni í kvöld að hún hafi spilað allt mótið fótbrotin.

Bronze átti frábæran leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þar sem hún skoraði fyrra mark liðsins í venjulegum leiktíma og skoraði svo úr vítinu sem tryggði liðinu sæti í undanúrslit.

„Ég er búin að spila allt mótið með brotinn sköflung og svo meiddi ég mig á hnénu á hinum fætinum," sagði Bronze.

„Þess vegna fékk ég mikið hrós frá stelpunum eftir Svía leikinn, ég er búinn að vera sárkvalin. Ef þetta er það sem þarf til að spila fyrir England mun ég gera það."
Athugasemdir
banner
banner