Sóknartengiliðurinn öflugi Morgan Gibbs-White fer ekki til Tottenham. Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Nottingham Forest.
Félagaskiptin voru svo gott sem frágengin fyrr í mánuðinum þegar Tottenham var tilbúið til að greiða upp riftunarverðið í samningi Gibbs-White til að kaupa hann úr herbúðum Forest.
Stjórnendur Forest voru ósáttir með þetta og hótuðu að kæra Tottenham fyrir að þekkja nákvæma upphæð ákvæðisins, sem hljóðaði upp á 60 milljónir punda.
Búið var að bóka læknisskoðun fyrir Gibbs-White en Forest leyfði honum ekki að fara, þó að Tottenham hafi verið tilbúið til að virkja riftunarákvæðið.
Forest hefur í kjölfarið tekist að sannfæra leikmanninn um að skrifa undir nýjan þriggja ára samning.
A statement of intent from our owner Evangelos Marinakis, as Morgan Gibbs-White signs a record deal at the Club until the summer of 2028. ???? pic.twitter.com/WhvuhecdhI
— Nottingham Forest (@NFFC) July 26, 2025
Athugasemdir