Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Brentford segir nei - Newcastle snýr sér annað
Mynd: EPA
Sky Sports segir að Newcastle United hafi ákveðið að snúa sér að öðrum skotmörkum eftir að viðræður við Brentford um Yoane Wissa sigldu í strand.

Brentford hafnaði kauptilboði frá Newcastle og hefur bannað leikmanninum að fara í viðræður við félagið. Brentford ætlar ekki að missa annan mikilvægan leikmann eftir sölurnar á Bryan Mbeumo og Christian Nörgaard.

Þessi ákvörðun hefur ekki farið mjög vel í Wissa, sem verður 29 ára í september og óttast að missa hér af einstöku tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu. Hann er smeykur um að fá ekki annað tækifæri til þess í framtíðinni.

Wissa er mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Newcastle en það lítur út fyrir að ekkert verði úr þeim draumi. Wissa verður líklegast áfram í Brentford á næstu leiktíð nema eitthvað breytist.

Wissa skoraði 19 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 35 úrvalsdeildarleikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir