Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 14:28
Brynjar Ingi Erluson
Howe útilokar að Isak komi til móts við hópinn
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur útilokað þann möguleika að sænski framherjinn Alexander Isak komi til móts við hópinn í næstu viku.

Isak ferðaðist ekki með liðsfélögum sínum í Asíuferðina og hefur misst af tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu.

Newcastle spilar við úrvalslið suður-kóresku úrvalsdeildarinnar á miðvikudag og segir Howe að það sé enginn möguleiki á því að Isak komi til móts við hópinn.

Isak neitaði að fara með liðinu í ferðina þar sem hann reynir að komast til Liverpool. Hann vill aðeins spila með Liverpool og bíður nú eftir að Englandsmeistararnir leggi fram tilboð.

Samkvæmt áreiðanlegustu miðlum Englands er Liverpool sagt undirbúa 120 milljóna punda tilboð, en afstaða Newcastle hefur verið mjög skýr undanfarið ár og það er að Isak sé ekki til sölu.

Það gæti breyst á næstu dögum en það veltur allt á því hvort Newcastle takist að kaupa framherja í stað Isak. Slóvenski leikmaðurinn Benjamin Sesko og norski landsliðsmaðurinn Jörgen Strand Larsen eru leikmenn sem Newcastle er að skoða, en það er ekkert fast í hendi til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner