Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   sun 27. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Magni deilir toppsætinu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það var nóg um að vera í 3. deildinni í gær og tókst Magna frá Grenivík að jafna topplið Augnabliks á stigum.

Gunnar Darri Bergvinsson og Alexander Ívan Bjarnason skoruðu mörk Grenvíkinga í 2-1 sigri gegn KFK. Magni er því með 29 stig eftir 14 umferðir, eins og topplið Augnabliks. KFK situr eftir í neðri hlutanum, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Ýmir rúllaði yfir Sindra í fallbaráttuslag þar sem gestirnir í liði Sindra tóku forystuna snemma leiks en heimamenn náðu að snúa leiknum sér í hag.

Staðan var orðin 3-1 fyrir Ými snemma í síðari hálfleik og neyddust leikmenn Sindra til að færa sig ofar á völlinn sem skapaði stórar glufur í vörninni. Þetta nýttu Ýmismenn sér til að bæta tveimur mörkum við í uppbótartíma. Þetta er dýrmætur sigur fyrir Ými sem fer úr fallsæti.

Hvíti riddarinn og Árbær unnu sína leiki gegn Tindastóli og KF. Hvíti riddarinn er í flottri stöðu í toppbaráttunni, aðeins einu stigi á eftir toppliðunum tveimur.

Árbæingar eru um miðja deild sem stendur.

Ýmir 5 - 1 Sindri
0-1 Patrik Bosnjak ('4 )
1-1 Andri Már Harðarson ('26 )
2-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('30 )
3-1 Óliver Úlfar Helgason ('50 )
4-1 Theodór Unnar Ragnarsson ('90 )
5-1 Hörður Máni Ásmundsson ('92 )

Magni 2 - 1 KFK
1-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('2 )
2-0 Alexander Ívan Bjarnason ('36 )
2-1 Georg Ethan Guðjohnsen Mitchell ('57 )

Tindastóll 1 - 2 Hvíti riddarinn
0-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('12 )
1-1 Sverrir Hrafn Friðriksson ('54 )
1-2 Rikharður Smári Gröndal ('80 )
Rautt spjald: Júlíus Valdimar Guðjónsson, Hvíti riddarinn ('90)

Árbær 2 - 0 KF
1-0 Stefán Bogi Guðjónsson ('71 )
2-0 Brynjar Óli Axelsson ('81 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 14 8 5 1 30 - 18 +12 29
2.    Magni 14 9 2 3 28 - 18 +10 29
3.    Hvíti riddarinn 14 9 1 4 38 - 23 +15 28
4.    Reynir S. 14 7 4 3 33 - 30 +3 25
5.    KV 14 6 4 4 45 - 33 +12 22
6.    Árbær 14 5 4 5 33 - 34 -1 19
7.    Tindastóll 14 5 2 7 31 - 25 +6 17
8.    Ýmir 14 4 5 5 23 - 20 +3 17
9.    Sindri 15 4 4 7 24 - 33 -9 16
10.    KFK 15 4 3 8 20 - 31 -11 15
11.    KF 14 3 5 6 17 - 20 -3 14
12.    ÍH 14 1 1 12 24 - 61 -37 4
Athugasemdir
banner
banner