Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Völsungur fær þrjár á láni frá Þór/KA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Völsungur
Kvennalið Völsungs hefur fengið vænan styrk fyrir seinni hluta tímabilsins en þær Hildur Anna Birgisdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir og Eva S. Dolina-Sokolowska eru allar komnar á láni frá Þór/KA.

Hildur Anna er fædd árið 2007 og er miðjumaður að upplagi en hún hefur komið við sögu í 35 leikjum með meistaraflokki Þórs/KA, þar af sex leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Emelía er bakvörður sem er fædd árið 2008. Hún á átta leiki að baki með Þór/KA og spilað einn í Bestu deildinni á þessu tímabili, en hún getur einnig leyst stöðu kantmanns.

Eva er einnig fædd árið 2008 og ekki komið við sögu með meistaraflokki Þórs/KA í sumar, en hún hefur alls spilað fimm leiki með meistaraflokki og tvo í Bestu deildinni sem komu á síðasta ári.

Völsungur er í toppbaráttu í 2. deild með 21 stig, en þær byrjuðu allar sinn fyrsta leik er liðið tapaði naumlega fyrir toppliði Selfoss í Mærudagsleiknum á föstudag. Völsungur á eftir að spila einn leik áður en deildinni verður skipt í tvo hluta.
Athugasemdir