Patrick Pedersen skoraði 131. mark sitt í efstu deild á Íslandi þegar hann kom Val yfir gegn FH í kvöld.
Leikurinn er í fullum gangi á Hlíðarenda en hann skoraði eina markið til þessa á tíundu mínútu.
Leikurinn er í fullum gangi á Hlíðarenda en hann skoraði eina markið til þessa á tíundu mínútu.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 FH
„Stórkostleg sending inn fyrir vörn FH hjá Lúkasi Loga og Patrick er kominn í dauðafæri. Það er akkúrat rétti maðurinn í svona færi, einfalt og fast framhjá Rosenörn í markinu," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson um markið í textalýsingunni hér á Fótbolta.net.
Hann er því búinn að jafna markamet Tryggva Guðmundssonar, fyrrum leikmanns, ÍBV, KR, FH og Fylkis í efstu deild.
Patrick kom fyrst hingað til lands árið 2013 og hefur allan sinn feril hér á landi spilað á Hlíðarenda. Hann er búinn að skora 15 mörk í deildinni í ár.
Athugasemdir