KR og Breiðablik mættust á nýjum Meistaravöllum í dag og endað leikurinn með 1-1 jafntefli í mjög skemmtilegum fótboltaleik. Fótbolti.net náði tala á Óskari Hrafn Þorvaldssyni, þjálfara KR eftir leik í Vesturbænum.
„Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn og mér fannst við hafa yfirhöndina stóran hluta leiksins en við sköpuðum engan aragrúa af færum og við getum jafnvel sagt að þau fáu færi sem Breiðablik fengu voru kannski mögulega hættulegri en ég var ánægður með frammistöðuna og hvað menn lögðu í þetta."
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
„Þetta voru tvö lið sem nálguðust leikinn ekkert á ólíkan hátt, fóru maður á mann varnarlega og reyndu svo að nýta sér það þegar talningin var ekki rétt í sóknarleiknum, talningin í varnarleik hjá andstæðingunum."
Leikurinn var gríðarlega kaflskiptur. Breiðablik eru stór hættulegir þegar þeir vinna boltann með hraða sóknarmenn og Óskar Hrafn var ánægður með varnarleik KR liðsins í kvöld.
„Mér fannst hann í grunninn mjög góður, það er ekki auðvelt að standa svona hátt á Blikana, með fljóta menn Ágúst, Óla Val, Kristófer inga, Höskuld Gunnlaugsson, Viktor Karl báðir frábærir í því að hlaupa djúphlaup svo kemur Aron (Bjarnarson) inn á þegar allir eru orðnir þreyttir og það er ekki auðvelt að standa svon hátt og verjast svona hátt en mér fannst á löngum kafla strákarnir leysa þetta frábærlega."
„Það sem stendur upp úr hérna í dag er flott frammistaða, frábær umgjörð, frábær andi og frábær mæting og enn eina ferðina sanna stuðningsmenn KR að þeir eru þeir albestu á Íslandi."
Amin Cosic er komin með leikheimild og kom beint inn í KR liðið og spilaði leikinn í dag mjög vel. Hvað gefur hann KR liðinu?
.,Hann gefur okkur það að hann getur unnið stöðuna einn á móti einum út á kannti sem hefur kannski aðeins vantað, menn sem hafa verið í þessari stöðu sérstaklega á meðan Luke var meiddur að það hefur meira verið menn sem eru að hlaupa innfyrir og fá boltann á hreyfingu frekar heldur en að leysa stöðuna einn á móti einum og um leið og hann er komin þarna þá þurfa menn að fara að tvöfalda á hann vegna þess að hann er góður einn á móti einum og Valgeir (Valgeirsson) átti í vandræðum með hann og hann er einn albesti bakvörður deildarinnar og þá losnar um aðra og það er það sem hann gefur okkur."