Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 21:12
Alexander Tonini
Júlíus Mar: Fyrsti leikurinn á Meistarvöllum með KR
Júlíus Mar í leik með KR
Júlíus Mar í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loksins fengu stuðningsmenn KR sitt lið heim í Vesturbæinn. Spennan fyrir leiknum var mikil, og ekki færri en 3.107 áhorfendur mættu til að styðja sitt lið. Heimaleikir á Avis vellinum heyra nú sögunni til, en miklar tafir urðu á framkvæmdum við heimavöllinn, eins og flestum er kunnugt.

Júlíus Mar Júlíusson var í fyrsta skipti að upplifa heimaleik á Meistaravöllum fyrir fram stuðningsfólkið.
En hefur Júlíus Mar nokkurn tímann spilað fyrir framan svona marga stuðningsmenn?

„Nei, þetta er það mesta sem ég hef upplifað, stemningin var rosaleg. Þetta er allt annað en að spila á Avis vellinum."

Fjölnisbræðurnir Júlíus Mar Júlíusson og Halldór Snær Georgsson gengu til liðs við KR fyrir tímabilið og áttu báðir góðan leik í dag, þegar KR tók á móti Breiðabliki í opnum og skemmtilegum leik sem endaði 1-1

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

Það er engin leyndarmál að varnarleikurinn hefur verið áskorun fyrir liðið í sumar, sem má að hluta til rekja til meiðsla og að hluta til til sókndjarfrar leikstefnu. Hafsentarnir hafa oft þurft að kljást við sóknarmenn andstæðinganna einn á móti einum í skyndisóknum, sem hefur reynt verulega á varnarleik liðsins

En hvernig fannst Júlíusi Mar varnarleikurinn hér í dag?

„Mér fannst varnarleikurinn vera allt í lagi, hefðum geta gert betur. Mér fannst Halldór (markvörður) besti maður KR hér í dag og hann bjargaði okkur nokkrum sinnum."

Að mati undirritaðs var Júlíus Mar besti leikmaður KR í dag. Hafsentinn stæðilegi stóð vaktina af mikilli festu, komst í veg fyrir fjölda færa Blikanna inni í teig og átti fjölmargar mikilvægar hreinsanir, bæði í loftinu og á jörðu niðri.

Það er augljós munur á varnarleik KR þegar Júlíus Mar er í liðinu. Því miður hefur hann þó verið frá í nokkrum leikjum á tímabilinu vegna meiðsla, sem hefur haft sín áhrif.
Athugasemdir