Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Neyðarlegt sjálfsmark og Gyökeres kynntur er Arsenal vann Newcastle
Arsenal-menn unnu annan leik sinn á undirbúningstímabilinu
Arsenal-menn unnu annan leik sinn á undirbúningstímabilinu
Mynd: EPA
Arsenal vann Newcastle United, 3-2, í æfingaleik í Singapúr í dag.

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres var keyptur til Arsenal frá Sporting í gær og var hann kynntur fyrir fullum leikvangi áður en leikurinn fór af stað, en hann var ekki með í sjálfum leiknum.

Anthony Elanga, sem kom til Newcastle frá Nottingham Forest fyrr í glugganum, kom liðinu á bragðið á 6. mínútu eftir flotta sókn þeirra svart hvítu. Sandro Tonali kom með góðan bolta inn í teiginn á Elanga sem lyfti boltanum í netið.

Arsenal kom til baka með tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var úti.

Mikel Merino skoraði gegn sínum gömlu félögum með frábæru skoti úr teignum áður en varnarmaðurinn Alex Murphy skoraði heldur neyðarlegt sjálfmark er hann þrumaði fyrirgjöf Kai Havertz í eigið net.

Jacob Murphy jafnaði metin fyrir Newcastle á 58. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig, en það var Arsenal sem átti síðasta orðið.

Hinn 15 ára gamli Max Dowman, sem þykir einn sá efnilegasti á Englandi, keyrði inn í teiginn og fékk brasilíska miðjumaninnn Joelinton inn í sig og benti dómarinn strax á punktinn. Martin Ödegaard skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Arsenal-mönnum sigur í baráttuleik.




Athugasemdir
banner