Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarki Steinn og Þórir Jóhann í sigurliðum - Tap hjá Andra Lucasi
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: EPA
Bjarki Steinn Bjarkason spilaði 45 mínútur þegar ítalska liðið Venezia vann 5-0 gegn Torres, sem er einnig frá Ítalíu, í æfingaleik í kvöld.

Staðan var 4-0 í hálfleik en Bjarki Steinn spilaði seinni hálfleikinn. Næsti leikur liðsins er 2. ágúst á móti Beerschot frá Belgíu.

Þá mættust einnig Spezia og Lecce. Staðan var 1-1 í hálfleik. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce en tekinn út af í hálfleik. Francesco Camarda, 17 ára lánsmaður frá AC Milan, tryggði liðinu 2-1 sigur.

Andri Lucas Guðjohnsen fékk lítið tækifæri til að spreyta sig þegar Gent tapaði 3-1 gegn St. Truiden á útivelli í fyrstu umferð belgísku deildarinnar.

Staðan var 1-1 þegar hann kom inn á 87. mínútu en St. Truiden komst yfir mínútu síðar og innsiglaði sigurinn seint í uppbótatímanum.
Athugasemdir
banner