Leikur Vals og FH í 16. umferð Bestu deildar karla hefst á eftir klukkan 19:15. Það eru aðeins þrír dagar síðan Valur spilaði síðast, en það var í forkeppni Sambandsdeildarinnar. FH hefur hins vegar fengið tveggja vikna pásu, þar sem þeir hafa ekki spilað síðan þeir unnu KA 5-0 þann 14. júlí. Byrjunarliðin fyrir þennan leik hafa verið birt.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 FH
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals gerir þrjár breytingar á sínu liði frá Evrópuleiknum. Tómas Bent Magnússon er að verða seldur til Skotlands og því er hann ekki með. Þá fara Tyggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund á bekkinn. Inn fyrir þá koma Lúkas Logi Heimisson, Jakob Franz Pálsson og Adam Ægir Pálsson.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH heldur sama liði og á móti KA fyrir tveimur vikum, enda allir búnir að fá nægan tíma til að hvíla.
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
2. Valur | 15 | 9 | 3 | 3 | 39 - 20 | +19 | 30 |
3. Víkingur R. | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 16 | +11 | 30 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
6. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |