Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Ferguson með sigurmarkið - Williams skoraði í tapi
Mynd: Roma
Mynd: EPA
Það fór aragrúi af æfingaleikjum fram í dag og mættu mörg áhugaverð félagslið til sögunnar.

Tottenham Hotspur spilaði annan leik dagsins eftir 2-2 jafntefli gegn Wycombe Wanderers fyrr í dag. Lærisveinar Thomas Frank gerðu í þetta skiptið markalaust jafntefli við Luton Town, 0-0.

Yves Bissouma, sem hefur verið orðaður við brottför, byrjaði gegn Luton ásamt Mohammed Kudus sem var keyptur til félagsins á dögunum. Mathys Tel var einnig í byrjunarliðinu ásamt Brennan Johnson, Mikey Moore og fleirum.

Nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar í Burnley sigruðu gegn Huddersfield, þökk sé mörkum frá Tommy McDermott og Joe Westley. Þeir léku einnig æfingaleik við Shrewsbury Town og gerðu þar 2-2 jafntefli. Kantmaðurinn knái Marcus Edwards skoraði bæði mörkin.

Stoke City og Wolverhampton Wanderers gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem Suður-Kóreubúarnir Bae Jun-ho og Hwang Hee-chan sáu um markaskorunina. Fer López fékk að spila fyrstu klukkustundina í liði Úlfanna.

Bræðurnir Nico og Inaki Williams voru í byrjunarliði Athletic Bilbao gegn PSV Eindhoven og tóku Baskarnir forystuna eftir stundarfjórðung, með marki frá Inaki.

Alassane Pléa, sem er nýkominn til PSV úr röðum Borussia Mönchengladbach, jafnaði metin svo staðan var 1-1 í leikhlé. Hollenski landsliðsmaðurinn Joey Veerman gerði sigurmarkið fyrir PSV í seinni hálfleik.

Evan Ferguson, sem er nýkominn til Roma á láni frá Brighton með kaupmöguleika, skoraði þá eina mark leiksins er Rómverjar lögðu Kaiserslautern að velli.

Loïs Openda var atkvæðamestur með tvennu í risasigri RB Leipzig gegn Toulouse þar sem Johan Bakayoko komst einnig á blað, á meðan Udinese sigraði í leik gegn landsliði Katar. Espanyol hafði svo betur gegn Southampton þökk sé tvennu frá Javi Puado og þá gerðu Rangers og Middlesbrough jafntefli.

Það fóru fleiri leikir fram og má sjá helstu úrslit hér fyrir neðan.

Luton 0 - 0 Tottenham

Kaiserslautern 0 - 1 Roma
0-1 Evan Ferguson ('16)

Stoke 1 - 1 Wolves
1-0 Bae Jun-ho ('44)
1-1 Hwang Hee-chan ('75)

Huddersfield 0 - 2 Burnley
0-1 Tommy McDermott ('63)
0-2 Joe Westley ('85)

PSV Eindhoven 2 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('16)
1-1 Alassane Plea ('26)
2-1 Joey Veerman ('55)

RB Leipzig 7 - 0 Toulouse
1-0 Lois Openda ('17)
2-0 Xaver Schlager ('19)
3-0 El Chadaille Bitshiabu ('22)
4-0 Johan Bakayoko ('35)
5-0 Lois Openda ('40)
6-0 Yan Diomande ('47)
7-0 Ezechiel Banzuzi ('80)

Katar 0 - 3 Udinese
0-1 Keinan Davis ('25, víti)
0-2 Iker Bravo ('28, víti)
0-3 Jurgen Ekkelenkamp ('48)

Espanyol 2 - 1 Southampton
1-0 Javi Puado ('70)
2-0 Javi Puado ('77, víti)
2-1 Damion Downs ('91)

Rangers 2 - 2 Middlesbrough
0-1 Neto Borges ('9)
0-2 Dael Fry ('57)
1-2 Danilo Pereira ('63)
2-2 Findlay Curtis ('79)

Schalke 2 - 4 Sevilla

Stuttgart 2 - 1 Celta Vigo

Al-Nassr 5 - 2 St. Johann

Hamburger SV 0 - 4 Lyon

Arminia Bielefeld 0 - 3 Mónakó

Napoli 2 - 1 Catanzaro

Hannover 2 - 0 Cagliari

Nurnberg 0 - 2 Mönchengladbach

AZ Alkmaar 0 - 2 Olympiakos

QPR 2 - 2 Heerenveen

Werder Bremen 0 - 0 Parma

Feyenoord 1 - 2 Nice

St. Pauli 2 - 0 Nice

Torino 4 - 1 Cremonese

Zwolle 0 - 5 Rayo Vallecano

Nantes 2 - 3 Rennes

Magdeburg 3 - 4 Wolfsburg

Genoa 3 - 2 Mantova

Grimsby 3 - 2 Peterborough

Bolton 2 - 0 Preston

Northampton 3 - 0 Birmingham

Plymouth 0 - 2 Bristol City

Stockport 0 - 1 Hull City

Athugasemdir
banner
banner