Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 18:00
Aksentije Milisic
Lampard sturlaðist út í Alonso - Horfði á seinni hálfleik í rútunni
Á góðri stundu.
Á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, lét Marcos Alonso heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn en Alonso horfði á seinni hálfleikinn í 3-3 jafntefli West Brom og Chelsea, í liðsrútunni en ekki á bekknum.

Nokkrir miðlar á Englandi greina frá því að Lampard hafi ekki verið sáttur þegar hann frétti það að Alonso, sem byrjaði leikinn gegn WBA en var tekinn af velli í hálfleik, hafi horft á seinni hálfleikinn í rútunni og ekki beðið neinn um leyfi.

Alonso og Mateo Kovacic voru teknir af velli í hálfleik en Chelsea var 3-0 undir en tókst að koma til baka í síðari hálfleiknum og bjarga jafnteflinu. Kovacic, ólíkt Alonso, horfði á seinni hálfleikinn uppi í stúku en Alonso fór upp í rútu eftir að hann hafi lokið sturtu.

Menn á leikvangnum tóku eftir Alonso þegar um 10 mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum, en þá var hann á öðru svæði vallarins heldur en restin af hópnum. Menn voru hissa á því, sérstaklega í ljósi þessara strangari reglur sem nú eru í gildi vegna kóróna veirunnar.

Lampard á að hafa látið Alonso heyra það eftir leikinn fyrir framan aðra leikmenn. Í leik þar sem liðið hafi komið saman og barist til þess að ná stiginu eftir skelfilegan fyrri hálfleik, þá hafi Spánverjinn sýnt það að honum hafi verið alveg sama og látið allt snúast um sjálfan sig.
Athugasemdir
banner