Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. september 2020 22:40
Aksentije Milisic
Lengjudeild-kvenna: Keflavík valtaði yfir Víking - Fjölnir og Völsungur fallin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fórum fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Á Fagverksvellinum í Varmá mættust Afturelding og Augnablik og niðurstaðan þar var 1-1 jafntefli. Liðin eru á svipuðu róli um miðja deild.

Á Víkingsvelli fengu heimastúlkur Keflavík í heimsókn. Keflavík komst upp í deild þeirra bestu á ný í gær en það var ljóst eftir að Tindastóll vann Hauka á Sauðárkróki.

Keflavík fagnaði því sætinu með 1-5 stórsigri í kvöld þar sem Natasha Moraa Anasi gerði þrennu. Keflavík á enn tölfræðilegan möguleika á að vinna deildina. Víkingur er með 18 stig í sjöunda sæti.

Í síðasta leik dagsins vann ÍA góðan sigur á Fjölni í Akraneshöllinni. Unnur Ýr Haraldsdóttir og Jaclyn Ashley Poucel gerðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Þessi úrslit þýða það að bæði Völsungur og Fjölnir eru fallin niður í 2. deild.

Afturelding 1-1 Augnablik
0-1 Ísafold Þórhallsdóttir
1-1 Soffía Ummarin Kristinsdóttir

Víkingur R 1-5 Keflavík
0-1 Natasha Moraa Anasi ('6)
0-2 Þóra Kristín Klemenzdóttir ('35)
0-3 Paula Isabelle Germino Watnick ('40)
0-4 Natasha Moraa Anasi ('43)
0-5 Natasha Moraa Anasi ('76)
1-5 Stefanía Ásta Tryggvadóttir - Víti ('90)

ÍA 2-0 Fjölnir
1-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('30)
2-0 Jaclyn Ashley Poucel ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner